Einn aðalkosturinn við borgarstjórnarskiptin var sá að Morgunblaðið og aðrir Sjálfstæðismenn náðu aftur áttum. Þeir hata nefnilega Samfylkinguna einsog pláguna og því var það gríðarlega óþægilegt fyrir þetta lið þegar að Samfylkingin fór í ríkisstjórn með þeirra ástkæra flokki. Menn vissu ekki hvað þeir áttu að gera. Áttu þeir að tala vel um Samfylkinguna eða halda skítkastinu áfram? Maður sá beinlínis tilvistarkreppuna, sem Mogginn lenti í.
En eftir borgarstjórnarskiptin er einsog Mogginn sé frjáls úr prísundinni. Núna geta ritstjórar Moggans glaðst og varpað innum lúguna hjá okkur á hverjum degi níð um okkur Samfylkingarfólk alveg einsog í gamla daga. Jafnvægi er því aftur komið á í heiminum.
* * *
Annars hlýtur [Staksteinapistill dagsins](http://morgunbladid.blog.is/blog/morgunbladid/entry/350325/) að hafa verið skrifaður af 10 ára krakka. Það lætur enginn fullorðinn blaðamaður á fullum launum svona vitleysu frá sér. Er það nokkuð?
* * *
Annars eyddi ég helginni í sumarbústað með félögum, sem var fínt. Ég hafði ekki komið út fyrir bæinn í margar vikur, þannig að þetta var góð tilbreyting. Komst í bústaðinn á sumardekkjunum. Ég er staðráðinn að standa þessa snjókomu af mér án þess að skipta um dekk.
Björgvin J Jónsson segir allt sem segja þarf (á staksteinamoggablogginu!)