Superbad er algjörlega frábærlega skemmtileg mynd. Ég hef bara einu sinni hlegið jafnmikið í bíó á þessu ári og það var á Knocked Up. Fór með vinkonu minni í gær og hló nánast allan tímann. Við ætluðum fyrst að sjá einhverja rúmenska mynd um fóstueyðingar, en samræður okkar yfir matnum voru á þá leið að við þurftum að sjá eitthvað meira hressandi.
Allavegana, sjáið þessa mynd! Það er skipun!
* * *
Ef einhver er að spá í því, þá er Serrano í Smáralind ekki að opna á morgun. Við þurftum að fresta því um eina viku og MUNUM því opna næsta fimmtudag, 8.nóvember.
* * *
Ég er búinn að nota Leopard, nýja stýrikerfið frá Apple síðan um helgina og kann alveg frábærlega við það. Það er enginn einn nýr fídus, sem hefur breytt lífi mínu en í stað þess eru milljón litlir hlutir, sem breyta ótrúlega miklu, einsog Quick Look.
Svo er póstforritið Mail.app og iCal, sem ég nota um hundrað sinnum á dag miklu betri og hraðari, sem hefur bætt geðheilsu mína umtalsvert. Ég myndi allavegana mæla með þessari uppfærslu fyrir alla Apple notendur, mér fannst hún peninganna virði.
nýju fídusarnir í photobooth eru skemmtilegir:)
Jammm, einhver Mac sérfræðingur sagði að sennilega hefði ekkert forrit selt jafnmarga Makka og Photo Booth. 🙂