Pressan.is – MYNDIR

Ég skil ekki alveg þessa frétt hjá Pressunni: Hvað varð um fallega hverfið mitt? Allt að brotna niður og borgin gerir ekkert – MYNDIR

Þarna tekur Pressan þessa frábæru bloggfærslu, vitnar í tvo hluti úr henni og setur svo inn allar myndirnar á sitt vefsvæði. Það er nákvæmlega engu bætt við upphaflega bloggfærslu. Að vísu er talað um hver Bjarni er, en það eru allt upplýsingar, sem eru mjög aðgengilegar á síðu Bjarna.

Þetta er hluti af einkennilegri hegðun sem ég sé bara á íslenskum vefsíðum – að í stað þess að vísa bara á upphaflegu heimildina, þá er allur textinn afritaður yfir á viðkomandi vefsvæði og ekki einu sinni hafður með tengill í upphaflega grein. Og oft á tíðum er engu bætt við upphaflegt efni greinarinnar. Þetta er stundað grimmt til dæmis á Eyjunni.

Af hverju er ekki bara látið nægja að vísa í upphaflega heimild? Halda menn að lesendur séu svona latir eða að þeir geti ekki lesið efni, sem er ekki nákvæmlega eins uppsett og allt hitt efnið á viðkomandi síðu? Eða að fólk viti ekki hvernig tenglar yfir á önnur vefsvæði virki?

4 thoughts on “Pressan.is – MYNDIR”

 1. Þetta er bara þjófar. Það er ekkert flóknara.

  Heldur þú að þeir hafi fengið leyfi til að nota eitthvað af erlendu myndunum sem þeir nota í “skemmtilegu” myndasyrpunum sínum? Að sjálfsögðu ekki.

 2. Tek undir með Matta. Þeir vísa í Bjarna og láta þess getið að myndirnar og ummælin séu frá honum komin en þar sem þeir vísa ekki í bloggfærsluna hans lítur þetta út eins og þeir séu að taka viðtal við hann vegna myndaseríu sem hann tók.

  Með öðrum orðum, eins og þeir séu að vinna rannsóknarvinnuna í staðinn fyrir að copý/peista bara textann og myndirnar án leyfis yfir á sína síðu. Siðlaus hegðun í alla staði, að gera vinnu Bjarna að sinni án þess að vísa í hann á móti.

 3. Það merkilega er að í þessari frétt sést hvernig Hanna Birna og Sjálfstæðisflokkurinn ætla að komast hjá því að hækka skatta og gjöld, með því að minnka viðhald og þjónustu… þetta er stórfrétt um Reykjavík framtíðarinnar…

  en já, Pressan er varhugaverður miðill…

 4. Svo er þetta líka betra þegar þeir vilja birta skandala af fræga fólkinu. Eyjan hefur t.d.birt grínfréttir af http://www.celebjihad.com sem dagsatt slúður oftar en einu sinni.

  Þegar ég benti á það var mínu kommenti eytt en færslan látin standa.

Comments are closed.