Priceline

Það er sérstök tilfinning að kaupa flugmiða á Priceline.com. Maður getur fengið mjög ódýra miða á þessari síðu, en hins vegar veit maður ekki nákvæmlega hvenær dags maður fer og maður er einnig ekki viss hvort þeir samþykkja verðið, sem maður býður. En maður sparar sér pening, svo það er þess virði.

Ég var í gær að kaupa miða fyrir Spring Break og sparaði mér yfir 100 dollara með því að kaupa á Priceline. Þetta er svipað og í fyrra þegar við fórum til New York, en þá spöruðum við okkur yfir 200 dollara samtals.

Annars erum við Hildur að fara til New Orleans í spring break. Þar ætlum við að vera hjá Genna og Söndru, sem eru í gamla skólanum hans Shaquile O’Neal, LSU. Einnig ætla PR og frú að koma frá D.C. Það verður ábyggilega gaman í “The Big Easy”.