Próf og vinna

Þar, sem helsta miðsvetrarprófatörnin er núna búin þá hef ég loksins haft tíma í að byrja að klára þá vinnu, sem ég var búinn að lofa í sumar. Þetta er m.a. endurgerð á danol.is og fleiri minni verkefni.

Annars er Kári, sem var hérna í doktorsnámi í hagfræði, farinn heim til Íslands. Hann gafst uppá náminu, þar sem hann það ekkert vera neitt voðalega skemmtilegt. Allavegana þá fórum við saman útað borða á þriðjudaginn og svo héngum við með vinum mínum inná Allison dorminu fram eftir nóttu.