Prófkjör í Kópavogi

[Jens vinur minn](http://www.jenssigurdsson.com/) er að bjóða sig fram í 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi. Ef þú býrð í Kópavogi, þá mæli ég eindregið með því að þú kjósir hann og fáir jafnvel vini og vandamenn til að gera hið sama.

Jens er nefnilega snillingur!

Hann er afburða greindur og er einn af fáum pólitíkusum, sem hefur áhuga á breiðari línum í pólitík í stað þess að standa í almennu dægurþrasi. Við erum svo oftast sammála um pólitík, sem er jákvætt. Höfum fylgt hægri og vinstri sveiflum hjá hvor öðrum í gegnum árin.

En allavegana, ef þið hafið áhuga á bæjarmálum í Kópavogi (sem ég hef reyndar ekki), þá mæli ég með að þið tékkið á [síðunni hans Jensa](http://www.jenssigurdsson.com/), sem er ekki aðeins ein besta bloggsíða landsins, heldur inniheldur hún líka hugmyndir Jensa og hans stefnu í bæjarmálum.

Áfram Jens!

3 thoughts on “Prófkjör í Kópavogi”

  1. “hefur áhuga á breiðari línum í pólitík í stað þess að standa í almennu dægurþrasi”

    Maður hlýtur þá að spyrja sig, hvað er svoleiðis maður að gera í bæjarmálapólitík? Sú pólitík snýst BARA um almennt dægurþras!

  2. Einar minn, dúllan mín: takk fyrir falleg orð, ég er bara klökkur!

    Ágúst minn, dúllan mín: This doesn´t become you! Þetta er ekki sá málefnalegi Ágúst sem við eigum að venjast og elskum!!!

    Sveitarstjórnarmál snúast aðallega um stærstu mögulegu pólitísku spurningu sem hægt er að spyrja: Í HVERNIG SAMFÉLAGI VILJUM VIÐ BÚA -og afleiddar spurningar sem þá fara inn á skipulags-, umhverfis-, mennta- og félagsmálasvið.

    Auk þess ætla ég að fullyrða að dægurþrasið í sveitarstjórnum landsins er um 10% af því sem það er í steinda húsinu við Austurvöll.

    Sjálfstæðisflokkurinn er bara svo hrikalega leiðinlegur stjórnarandstöðuflokkur og framferði hans í borgarstjórn er hugsanlega að skekkja sýn þína á málið 😀

  3. “Hvernig samfélagi við viljum búa í?”

    Jæja, hann talar a.m.k. einsog pólitíkus 🙂

    Jens, hvað með hafnarmálin?? Hverjar eru áherslur þínar þar 😉

Comments are closed.