Prófkjör Samfylkingarinnar

Jæja, [prófkjör í Reykjavík](http://www.samfylking.is/?i=4&o=2700) hjá afturhaldskommatittum á morgun. Við hér á eoe.is kjósum svona og hvetjum ykkur auðvitað til að gera það líka:

1. Dagur B
2. Stefán Jón
3. Sigrún Elsa
4. Andrés
5. Oddný
6. Helga Rakel
7. Steinunn Valdís
8. Dofri/Stefán Ben/Stefán Jóhann – get ekki gert uppá milli þessara.

Jammm, góður listi! 15 sinnum betri en Íhaldið, svo mikið er víst.

18 thoughts on “Prófkjör Samfylkingarinnar”

 1. Ef maður ætlar að dissa sitjandi borgarstjóra með því að setja hana ekki ofar en í 7da sæti – þá er hreinlegra að sleppa henni alveg.

  :confused:

 2. Matti: Það má vel vera. Ég nennti ekki að hafa þetta fullkominn fléttulista.

  Stefán: Ég er í langmesta baslinu með Steinunni. Að vissu leyti langar mig að sjá hana ofarlega, en ég vil líka sjá fólkið, sem ég set þarna, ofarlega. Ég vil sjá Steinunni inni í borgarstjórninni, en ég held einfaldlega að hún eigi ekki að vera leiðtogi flokksins, ekki frekar en hún var það í síðustu kosningum.

  Svo er allt annað mál hvort að hún sætti sig við að vera neðar á listanum. Það má vel vera að það sé diss, en ég er ekki það óánægður með hana að ég vilji að hún fari alveg útúr borgapólitíkinni.

  Við í Samfylkingunni völdum hana ekki sem leiðtoga og því er þetta ekkert diss á hana að hún verði ekki í fyrsta sæti á morgun. Það voru VG og Framsókn, sem gerðu hana að borgarstjóra. Semsagt, SV í borgarstjórn, en ekki sem borgastjóri.

  Finnbogi: Hlustaðu á það, sem Stefán Jón segir. Ég og hann erum einfaldlega sammála um ansi marga hluti.

 3. Að setja konu sem hefur verið borgarfulltrúi frá 1994 – átta árum lengur en SJH og DBE – var í öðru sæti í prófkjöri Samfó fyrir fjórum árum og er sá stjórnmálamaður í Samfylkingunni sem gegnir veigamestu pólitísku embætti í SJÖUNDA sæti – fyrir aftan fólk sem hefur aldrei áður komið nálægt pólitík… það er ekki diss heldur MEGA-diss.

  Steinunn Valdís (og raunar Dagur og Stefán Jón líka) myndu öll telja það meiri móðgun að vera sett í sæti 5-8 en að vera sleppt fullkomlega.

  Hversu margir Liverpool-leikmenn yrðu hamingjusamir með það ef Benitez segðist hvorki treysta þeim í aðalliðið né varaliðið, en vildi endilega að þeir æfðu með strákunum í unglingaliðinu? Ætli þeir rykju ekki á dyr allir með tölu?

 4. Alright, það má vel vera að ég sé ofboðslega tillitslaus gagnvart tilfinningum Steinunnar Valdísar. Þetta er bara að mínu mati besti listinn.

  En ég er ósammála þér að það sé meira diss að hafa hana í neðra sæti heldur en að sleppa henni af lista. En ég er eflaust ekki jafn reyndur og þú í að díla við stjórnmálamenn með mikil egó. 🙂

 5. Já, og ég geri náttúrulega ráð fyrir því að Samfylkingin nái inn 7 mönnum. Steinunn er í baráttusætinu mínu, það kom auðvitað ekki skýrt fram. 🙂

 6. En heldurðu að Framsókn eða VG vilji eitthvað frekar starfa undir Stefáni Jóni eða Degi B. nú en þá? Ef svo er ekki hvað ætliði þá að gera? Starfa með Sjálfstæðisflokknum? Eina raunhæfa val samfylkingarinnar er það hvort það vilji að mögulegur borgarstjórakandídat sinn verði Steinunn Valdís eða þá annaðhvort Björn Ingi eða Svandís. Líklega Björn Ingi.

 7. Þetta útskýrir Framsóknarhatrið hjá þér blessuðum. Auðvitað er hann Samfylkingarkommi blessaður. Tek undir það sem sagt hefur verið, haltu þig við skrif um Liverpool og SuðurAmeríku, þú hefur meira vit á því en pólitík.

 8. Já en veistu hvað Stefán Jón er leiðinlegur? Svo ekki sé talað um hrokafullur, já og einfaldlega leiðinlegur!
  Góður listi:

  1 Dagur
  2 Steinunn
  3 Oddný
  4 Andrés
  5 Sigrún Elsa
  6 Stefán Jóhannmá svo að lokum til með að minnast á að hr Hoffman hljómar einkar víðsýnn og heillandi maður…

 9. Nokkuð sammála, vildi samt sjá Stefán Ben ofar… hann er toppnáungi og ég mun setja hann í 4 sætið

 10. Hoffman fær hugrekkisverðlaun eoe.is fyrir að hafa núna skrifað sirka 6 nafnlaus komment, þar sem hann dissar mig og reynir að verja framsókn með því að ausa fúkyrðum yfir mig.

  Húrra fyrir honum! Veit ekki alveg hvort ég nenni yfir höfuð að svara naflausum fávitum.

  >Já en veistu hvað Stefán Jón er leiðinlegur? Svo ekki sé talað um hrokafullur, já og einfaldlega leiðinlegur!

  Það má vel vera að hann sé hrokafullur. En hann er ekki leiðinlegur. Og ef fólk hlustar bara á það, sem hann hefur að segja, þá er ég viss um að fleiri myndu fylgja honum.

  ..

  Þetta er án efa heilbrigðasta komment, sem ég hef sett hérna inn svona faránlega ölvaður.

 11. Ég hef raunar hlustað talsvert á Stefán Jón og yfirleitt þótt hann frekar fullur af froðu. Þótt mér hafi oft þótt erfitt að átta mig á afstöðu hans til ýmissa mála má hann eiga það, að hann hefur látið verkin tala.

  Þau störf Stefáns Jóns sem hafa vakið mesta athygli mína hafa verið á mennta- og menningarsviðinu; niðurskurður á fjármagni til listamanna, tónlistarskóla og menningarstofnana, hámark á aldur tónlistarnema, búsetuháð takmörkun á niðurgreiðslu skólagjalda í tónlistarskóla FÍH (sem raunar telst tónlistarskóli á framhaldsstigi og ætti því e.t.v. frekar að vera á höndum ríkisins en borgarinnar) og fleira í þeim dúr. E.t.v. er hann bara að framfylgja stefnu Samfylkingarinnar í þessum málum, en frá mínum bæjardyrum séð virðist hann hafa gert þessum málaflokkum meira ógagn á síðustu árum en nokkur annar stjórnmálamaður, að undanskildum menntamálaráðherra.

  Annars kemur þetta mér ekki sérlega mikið við þar sem ég bý ekki í Reykjavík og myndi ekki kjósa Samfylkinguna þótt ég byggi þar. Ég verð hins vegar feginn þegar þetta prófkjör verður afstaðið – það hefur tekið ansi mikið pláss upp á síðkastið.

 12. Já, þetta er skemmtilega sett fram hjá Finnboga, en hinsvegar er það bara þannig að ríkið vill ekki borga fyrir framhaldsskólanema í tónlist frekar en aðra háskólanema sem það getur mögulega komist undan að borga fyrir.

  T.d. er háskólinn að neita fólki á hverju ári sem er að sækja þar um, því það er kannski með einhverja iðnmennt í bland við stúdentsgráðuna sína og því er HÍ ekki skylt að hleypa þeim inn. Sama gildir um þá sem eru of sein að borga innritunargjöldin sín, þeim er vísað frá HÍ. Þetta er samt ekkert stefna Háskóla Íslands, heldur útaf því að ríkið vill ekki borga fyrir alla nemendur, og því er hann neyddur útí svona aðgerðir.. á sama hátt og Stefán Jón varð boðberi vondra tíðinda í þessu leiðindar máli.

  Hinsvegar þurfti Stefán Jón ekki að vera svona hrokafullur og tala niður til tónilstarmanna. Hann kom út einsog að hann liti niður á tónlistarnám og teldi það bara vera eitthvað hobbý, sem er alls ekki stefna Samfylkingarinnar.

 13. Það er hárrétt hjá Jónasi að ríkið hefur verið með buxurnar niður um sig í menntamálum – og ekki bara í málefnum HÍ – og hefur talið sig stikkfrí í málefnum tónlistarnema síðan Listaháskólinn var stofnaður.

  Sú staðreynd að ríkið ætti að koma að rekstri tónlistarskóla sem mennta framhaldsnemendur en gerir það ekki, breytir því ekki að þessar ákvarðanir hafa verið borgarinnar. Og Stefán Jón hefur öðrum fremur talað fyrir þessum breytingum, blásið á alla gagnrýni og þar að auki neitað að virða fulltrúa tónlistarnemenda svara.

Comments are closed.