Pumpkins

Smashing Pumpkins eru að hætta. Ég er nokkuð feginn að ég fór á tónleika með þeim, þegar þeir voru hérna í Chicago í apríl. Billy Corgan sagði að hann væri þreyttur á að “fighting the good fight against the Britneys of the world”. Það er auðvelt að skilja hann. Britney seldi 1.3 milljón eintök fyrstu vikuna eftir að nýji diskurinn hennar kom út. Machina, nýja Smashing Pumpkins platan hefur síðan í febúar selt 500.000 eintök.