Punktar

Punktar

  • Ég get svarið það að sumt fólk á Facebook vinalistanum mínum er í fullu starfi við að senda út tilkynningar um alls konar dót sem það er að prófa. Það passar hreinlega ekki að þetta fólk sé í annari vinnu.
  • Smá hint til mannsins sem tekur við af Steve McClaren. Ef þú vilt prófa nýjan mann í stöðu markvarðar, þá skaltu leyfa honum að spila allavegana heilan æfingaleik til að byrja með. Ekki setja hann í byrjunarliðið í mikilvægasta leik síðustu 2 ára á rennblautum heimavelli gegn besta liðinu í riðlinum. Ég hélt að þetta væri common sense, en það er það greinilega ekki fyrir 2nd choice Steve.
  • Nýi Foo Fighters diskurinn er verulega góður. Hann er búinn að halda mér í gangi í ræktinni undanfarna daga.
  • Mér sýnist þetta ár ætla að vera miklu betra en 2006 hvað varðar tónlist. Ég var að skoða listann minn yfir bestu plötur síðasta árs og af þeim lista hlusta ég bara á eina plötu enn í dag, Futuresex/Lovesounds með Justin Timberlake. Ég held að bara tvær efstu plöturnar á þeim lista, Dylan og Timberlake kæmust inná listann yfir topp 10 bestu plötur þessa árs að mínu mati.
  • Nýji Places fídusinn í Flickr er æðislegur. Þar geturðu flett upp nafni staðar og fengið myndir þaðan. Sjá t.d. Reykjavík, Roatan, Goa, Dhaka og svo framvegis. Mjög sniðugt til að skoða staði fyrir ferðalög.
  • Fyrir þá sem vilja gera lítið úr átaki Steinunnar Valdísar (t.d. allir sem hringdu inn í Reykjavík Síðdegis áðan) fyrir því að taka upp kynlaus starfsheiti, þá er þessi pistill góður.

One thought on “Punktar”

  1. Já, ég er sammála þér með þetta facebook dæmi, það er algerlega óþolandi að þurfa alltaf að fá einhver zombie requests og eitthvað þaðan af tilgangslausara.

Comments are closed.