Punktar um pólitík

Á leið úr ræktinni í hádeginu hlusta á oftast á Ingva Hrafn á Talstöðinni. Ég veit ekki almennilega af hverju. Gæti verið vegna þess að “Fólk og Fyrirtæki” með Jörundi á Sögu er sennilega lélegasta útvarpsefni mannkynssögunnar og ég finn aldrei nein lög á hinum stöðvunum.

Allavegana, ég er nær ávallt ósammála Ingva Hrafni, en samt hef ég gaman af því að hlusta. Hann má líka eiga það að hann er óspar á yfirlýsingar. Einsog t.d. í dag þegar hann talaði um forsætisráðherra:

>örflokkksormaðurinn Halldór Ásgrímsson, sem stal forsætisráðherrastólnum!

Jammm!

Annars er skondið að ímynda sér Ingva Hrafn, sólbrunninn á svölum í Flórída, gasprandi í síma um vandamál okkar hérna á Íslandi. En hann getur verið skemmtilegur.


Og já. Húrra fyrir Gunnari Birgissyni! Af hverju er hann sá eini, sem [ver hagsmuni borgarbúa](http://servefir.ruv.is/dagskra/streaming/default.asp?channel=0&date=2005-04-12&file=4208309/3) á Alþingi?


Og já, ég vil fá [Ágúst Ólaf í varaformanninn](http://www.visir.is/?PageID=38&NewsID=37751)!!!

One thought on “Punktar um pólitík”

  1. Ósk þín hefur ræst! Ágúst Ólafur kominn fram -SCHNILLD!

    Og já, Gunnar Birgisson er sá eini sem ver hagsmuni okkar því það skilur enginn hvað hann er að segja! :biggrin2:

Comments are closed.