Quarashi í Bandaríkjunum

Snillingarnir í Quarashi, sem er að mínu mati besta íslenska hljómsveitin virðast eitthvað vera að meika það hérna í Bandaríkjunum. Þeir eru að gefa út disk 15.apríl og svo eru þeir að fara á tónleikaferð með einhverjum fleiri hljómsveitum.

Ég sá svo að þeir eru inná vinsældalistanum hjá einni af mínum uppáhaldsútvarpsstöðvum, Q101 (sjá hér, endilega kjósið þá). Q101 er stærsta útvarpsstöðin í Chicago að ég held.

Þeir eru líka með myndband við Stick ‘Em Up, sem er víst í spilun á MTV2 (ég er því miður bara með MTV). Myndbandið er flott.

Ég rakst líka á snilldar myndband, sem fjallar um þá fjóra. Þeir gera snilldarlegt grín af þeim ranghugmyndum, sem flestir hafa um Íslendinga. Alger snilld!

One thought on “Quarashi í Bandaríkjunum”

  1. Uhm…er þetta gömul síða? Það er talað um Quarashi en ekkert minnst á nýja lagið: mess it up! Eða að Hössi sé hættur. 😡 :rolleyes: Jahá…þetta er síðan 28 feb.2002…oki, geddit.
    Love, peace and mickeymouse. 🙂

Comments are closed.