Ráðgjafar

Ég var í fríi í skólanum eftir hádegi í dag og nýtti ég fríið við að hitta hina ýmsu ráðgjafa. Fyrst fór ég til námsráðgjafans míns, og vorum við að tala um það hvernig mér gengi að taka þá tíma, sem ég þarf á að halda. Ég er bara í furðu góðum málum, sérstaklega eftir að ég fékk metinn einn líffræði og einn efnafræðitíma úr verzló.

Ég fór svo til ráðgjafa, sem hjálpaði mér við að laga “resume”-ina mína. Ég er búinn að vera að vinna í atvinnumálum undanfarið, þar sem ég ætla að reyna að redda mér “internship” í sumar. Ég var líka að tala um ráðgjafann um hvaða störf ég vildi fara í. Ég þarf að fara ákveða það á næstunni, hvernig störf ég vil leita að í sumar. Valið snýst um tvo hluti, annars vegar markaðsstörf og hins vegar ráðgjafastörf. Ætli ég sækji ekki um störf á báðum sviðum og ákveði svo, hvað ég vilji gera.