Red Sox unnu!

Red Sox unnu! Þeir eru [meistarar eftir 86 ára bið](http://sports.espn.go.com/mlb/fallclassic/columns/story?columnist=stark_jayson&id=1911156)!

Ímyndið ykkur að búa í borg, sem er fjögurra klukkutíma akstur frá þekktustu borg heims og að allir íbúar nágrannaborgarinnar séu fáránlega uppteknir af borginni sinni og hvað hún sé mikið æði.

Bætið því svo við að [hafnaboltaliðið í nágrannaborginni](http://newyork.yankees.mlb.co) er besta hafnaboltalið allra tíma. Ykkar lið hefur hins vegar ekki unnið titilinn í 86 ár. Bætið því svo við að liðið ykkar [seldi liðinu í stóru borginni besta hafnaboltaleikmann allra tíma](http://www.bambinoscurse.com/whatis/) og að síðan þá hafi liðið ykkar ekki unnið.

Bætið því svo við að liðið ykkar hafi oft komið skuggalega nálægt því að vinna, en alla ævi ykkar hafi þeir getað valdið ykkur vonbrigðum. Þeim tókst m.a.s. að tapa úrslitaleik vegna þess að leikmaður missti boltann [í gegnum klofið](http://www.sportingnews.com/baseball/25moments/8.html).

Þá kannski er hægt að átta sig á því [hvernig það er að styðja Boston Red Sox](http://sports.espn.go.com/espn/page2/story?page=simmons/041028). Það hefur ekki verið auðvelt. Tveir af bestu vinum mínum eru Boston búar og Red Sox aðdáendur. Þeir hafa aldrei upplifað að Red Sox hafi orðið meistarar. Ekki heldur pabbar þeirra. Ekki heldur afar þeirra. Þangað til núna. TIl hamingju!

Frábært! Núna VERÐA [Chicago Cubs](www.cubs.com) að vinna á næsta ári!

4 thoughts on “Red Sox unnu!”

  1. Til hamingju með þennan stórkostlega sigur :biggrin2: maður getur ekki annað en glaðst með Red Sox liðinu án þess þó að vera aðdáandi enda frábær árangur! Og mikið samgleðst ég með öllum Boston búum sem að hljóta að vera ansi sáttir núna 🙂

  2. Verst að hafnabolti er svo yfirþyrmandi leiðinleg íþrótt að það nær ekki nokkurri átt.

  3. Ussss!!!! Ekki segja þetta. Hafnabolti er án efa sú íþróttagrein, sem býður uppá mesta spennu. Ég hef allavegana aldrei verið jafn spenntur yfir neinni íþrótt og hafnaboltaleik.

    Er það ekki annars rétt að ég hafi lesið að # sé krikket aðdáandi? Varla getur það nú talist mikil skemmtun. 🙂

  4. Í fyrstu hélt ég að þú ættir við Liverpool… en þeir eiga reyndar nokkur ár enn í 89 árin :biggrin2:
    Svo hef ég ekki hugmynd um hvað það tekur langan tíma að keyra til Manchester… :laugh:
    til ham samt

Comments are closed.