Richard Aschroft

Tónleikarnir í gærkvöldi voru bara fínir. Ekkert stórkostlegt. Double Door er lítill klúbbur, þar komast svona 500 manns inn. Aschroft var nánast einn á sviðinu með kassagítarinn sinn. Lögin hans eru náttúrulega öll róleg, þannig að það var bara mjög rólegt yfirbragð yfir tónleikunum. Þegar hann var á sviðinu voru tónleikarnir alger snilld.

Hann tók öll bestu The Verve lögin og lög af nýja disknum sínum. Vandamálið var bara að hann var alltof stutt á sviði, eða aðeins í um klukkutíma. Hefði hann verið lengur hefðu tónleikarnir geta talist frábærir. Samt fullkomlega peninganna virði.