Serrano á MæSpeis

Hvað gerir piparsveinn í Reykjavík á föstudagskvöldi?

Jú, hann býr til [MySpace síðu fyrir veitingastaðinn sinn](http://myspace.com/serrano_is). Sumir búa til MySpace síðu fyrir [gæludýrin sín](http://www.myspace.com/pancakesprincess), en þar sem ég á engin gæludýr þá var Serrano besti kosturinn. Ég var til klukkan 2 í gærnótt að vinna í þessari merku síðu.

En annars þá er ekki neitt svakalegt markaðsplan á bakvið þessa MySpace síðu. Stefni ekki á að spam-a MySpace síður kúnna Serrano, heldur mun ég aðeins senda út tilkynningar ef eitthvað mjög spennandi er að breytast á Serrano. Og svo mun ég sennilega prófa að bjóða MySpace notendum uppá einhver voðalega flott tilboð einstaka sinnum.

En allavegana, núna getið þið allavegana orðið vinir [uppáhaldsveitingastaðar míns](http://www.myspace.com/serrano_is)!

5 thoughts on “Serrano á MæSpeis”

  1. Ég ákvað að prófa þetta tískufyrirbæri og álpaðist til að skrá mig, og svei mér þá ef líf mitt hefur ekki gjörbreyst! 😯

  2. thanksssss :biggrin2:
    núna veit ég af hverju Pönnukakan hefur fengið þennan gríðarlega fjölda af heimsóknum á síðuna sína!! :tongue:

Comments are closed.