Síðasti skóladagurinn

Í dag var síðasti skóladagurinn minn á þessari önn. Í næstu viku er lestrarvika og svo tvö próf í vikunni á eftir.

Þessi síðasti dagur var alveg einsog síðustu skóladagar eiga að vera. Veðrið er æðislegt, um 20 stiga hiti (þess má til gamans geta að á mánudaginn, fyrir fjórum dögum var 25 stiga frost) og ég fór á stuttermabol í skólann.

Ég kíkti aðeins á Mark Witte, sem er ráðgjafinn minn fyrir hagfræðiritgerðina mína og var hann í voða stuði og var rosa ánægður með hvernig ritgerðin er að þróast. Síðan fór ég í tvo dæmatíma, þar sem fáir voru að fylgjast með og kennararnir varla nenntu að vera að fara yfir einhver gömul verkefni.

Svo eftir líkamsrækt kom ég heim og viti menn, bíllinn minn, sem hefur verið dauður fyrir utan í frostinu komst alltíeinu í gang. Skál fyrir því!