Síðustu dagarnir

Þá eru aðeins örfáir dagar þangað til að ég á flug heim til Íslands. Síðustu daga er ég búinn að vera á fullu við að reyna að ganga frá mínum málum.

Svo er ég að reyna að borða á öllum uppáhaldsstöðunum mínum í síðasta skipti. Fór í gær á Olive Mountain, sem er uppáhaldsstaðurinn minn hér í Evanston og svo þarf ég að fara einu sinni í viðbót á uppáhaldspizzustaðinn minn, CPK.

Við Katie erum að fara til Winnebago, sem er lítill bær vestur af Chicago, þar sem við ætlum að vera um helgina. Annars vona ég bara að mér takist að redda öllum mínum málum hér en ég á flug til Boston á miðvikudag.