Silfur Egils í dag

Í Silfri Egils töldu stjórnandi og viðmælendur eftirfarandi:

1. Að það væri veikleikamerki á Samfylkingunni að ekki væri næg endurnýjun á framboðslista (ólíkt xD í Reykjavík) og að þingmenn sætu sem fastast á sínum sætum (en vikju ekki einsog t.d. Sólveig Pétursdóttir)
2. Að það væri veikleikamerki á Samfylkingunni að tveir þingmenn hefðu verið felldir í prófkjörum síðustu daga.

Það er erfitt fyrir Samfylkinguna að þóknast andstæðingum sínum.

Sumum viðmælendum þótti það í lagi að minnst sé sérstaklega á það þegar að *innflytjendur* nauðga konum. Það þykir mér ótrúlegt. Þætti sama fólki í lagi að sjá eftifarandi fyrirsagnir?:

1. Sjálfstæðismaður nauðgaði konu í miðbæ Reykjavíkur í gær.
2. Garðbæingur nauðgaði konu í miðbæ Reykjavíkur í gær.

Hvað gera svona fyrirsagnir annað en að sverta orðspor alls hópsins, sem hafði ekkert með glæpinn að gera?

Ég legg til að Frjálslyndi flokkurinn leggi til tillögur um það hvernig skal keyra áfram íslenskt efnahagslíf án þáttöku erlends vinnuafls. Þeir hefðu ágætt af því að starfa sem starfsmannastjóri hjá stóru fyrirtæki í nokkra daga.

Varaformaður Frjálslyndaf flokksins vill ekki fá inn Múslima til Íslands af því að þeir eru svo mikið öðruvísi. *Samt* segist hann ekki vera rasisti. Ég tel að hann sé ekki fær um að dæma það hvort hann sé sjálfur rasisti.

2 thoughts on “Silfur Egils í dag”

  1. Það er áhugavert að ég hef aldrei heyrt setninguna “ég er ekki rasisti en” botnaða öðruvísi en með einhverju sem staðfestir að viðkomandi er rasisti.

  2. Sko… þú ert augljóslega búinn að vera lengi í útlöndum.

    Það er nefnilega bara Samfylkingin þarf að vera samkvæm sjálfri sér, flokkar eins og sjálfstæðisflokkurinn þarf ekki að hafa stefnu í einu né neinu og þurfa svo sannarlega ekki að framfylgja “stefnumálum” sínum á neinn hátt.

    Ég meina… hafði í alvörunni pælt í því að Sjálfstæðisflokkurinn, flokkur frjálshyggju og tja… nokkurs konar frelsis, hefur verið við völd í 16 ár og við erum ennþá með ríkiseinkasölu á áfengi!

    Kveðjur 🙂

Comments are closed.