Skiptir aldurinn máli?

Ja hérna. Ég sem hélt að menn færu að vera uppiskroppa með hugmyndir að raunveruleikaþáttum.

En þá kemur NBC til bjargar með nýjustu snilldina: Age of Love

Eftir því sem ég kemst næst af því að lesa um þáttinn, þá er tennis-stjarnan Mark Philippoussis í nokkurs konar Bachelor hlutverki og mun velja úr hópi bandarískra kvenna. Twist-ið við þennan þátt er að konunum er skipt í tvennt. Annar hópurinn er um tvítugt, en hinn hópurinn er nær fertugt. Á þetta víst að fylgja því trend-i að það sé svo vinsælt fyrir karlmenn að deita eldri konur þessa dagana. Sú elsta í hópnum í þessum þætti er 48 ára gömul og lítur nú bara helvíti vel út. Sú yngsta er svo 21 árs.

Ég ætla rétt að vona að forsvarsmenn Skjás Eins séu komnir í símann strax! 🙂

6 thoughts on “Skiptir aldurinn máli?”

  1. Þessi sem er 48 ára er bara funheit! En það fyndna er að hún á son sem er 5 árum yngri en piparsveinninn sjálfur. 😀

  2. Ætli sonurinn sé ekki funheitur líka? Það verður eflaust gerður önnur þáttaröð að þessari lokinni – Age of love: the son 😉

  3. Finnst það nú bara ekkert rugl. Orðinn alveg drulluleiður á þessu lessuklámi, milf er málið í dag.

Comments are closed.