Skýrslur

Er það ekki æðislegt að ríkisstjórnin sé byrjuð að taka mark á skýrslum um íslenska hagkerfið, núna þegar þær eru orðnar [jákvæðar](http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frett.html?nid=1199491)?

* * *

**New rules**

Snillingur Bill Maher er með innslag í hverju þætti, sem hann kallar “new rules”. Þar leggur hann til nýjar reglur fyrir þjóðfélagsumræðuna. Ég ætla að apa þetta eftir.

Ég vil leggja til þessa meginreglu í íslenska þjóðfélagsumræðu: *Fólk, sem á jeppa, má ekki kvarta yfir bensínverði. Eingöngu þeir, sem keyra um á sparneytnum bílum mega tjá sig.*

Hvernig getur þjóð, þar sem meirihluti fólks keyrir um á jeppa, kvartað yfir bensínverði? Hlustum við á það þegar að alkohólistar kvarta yfir háu verði á brennivíni?

Önnur regla: Allir jeppaeigendur ættu að [lesa þessa grein](http://www.gladwell.com/2004/2004_01_12_a_suv.html). Hún er frábær. Prentið hana út og lesið hana.

8 thoughts on “Skýrslur”

  1. Þetta er alveg hárétt sem stendur í greininni. Ég er miklu öruggari með sjálfan mig og mína farþegar í fólksbíl.

    Ég tala nú ekki um hættuna af breyttum jeppum með græna merkið í mælaborðinu: “Þetta ökutæki er með breytta aksturseiginleika”.

    Hins vegar sló mig þegar ég fór að skoða málið betur að skv. skýrslu sem var gefin út í desember 2002 lenda breyttar jeppabifreiðar sjaldnar í slysum en óbreyttir (http://www.us.is/scripts/WebObjects.dll/US.woa/swdocument/101/Form%C3%A1li.pdf). Það er eitthað meira en lítið bogið við þessa niðurstöðu :confused: Hvað er í gangi?

  2. Ég get verið sammála þér hvað þetta varðar að sumu leyti en samt verð ég að kommenta á eitt.

    Þó að jeppar eyði miklu eru margir bílar sem flokkast kannski sem lúxusbílar eða sportbílar sem eyða líka miklu. Það gengur samt ekki upp að segja öllum að hætta að væla og kaupa sér Yaris því það er svo hagstætt….bæði útaf því auðljósa að það eru ljótir bílar ( sorry Yaris eigendur:)) og líka útaf því að margir vilja vera í öruggum bílum ofrv…

    Fullt af fólki hefur ánægju af því að keyra um á flottum dýrum bílum þar sem þeir hafa iðulegast betri aksturseiginleika og líka vegna þess að margir þeirra eru einfaldlega flottir….( ég meina maður getur keypt öll fötin sín í Hagkaup en manni finnst skemmtilegra að kaupa þau í flottari/dýrari búðum svona af og til…)

    Pointið með þessu kommenti mínu er því að hækkandi bensínverð er pirrandi því margir líta á bíla sem áhugamál ( en það er reyndar rétt að hlutfall jeppaeigenda er kannski ívíð hátt hér á landi…). Auðvitað geta allir fengið sér Yaris/Polo/Fiat og farið að spara en það er alveg eins og að segja þér að fara bara til Færeyja því það er svo hagstætt 🙂 Ég efa að þú myndir fíla það í tætlur :biggrin2:

    Ég á t.d. tvö mótorhjól og bíl sem eyðir soldið miklu ( ekki jeppa samt ;)) og því er hækkandi bensínverð frekar óheppilegt fyrir mig. Ég tel mig samt ekki þurfa að þegja yfir því og sætta mig við það, selja þessi tæki og taka upp nýtt áhugamál sem prjónakona 😉 er ekki alveg minn karakter….held þú skiljir hvað ég á við 😉
    Ég sé eftir öllum þessum aukakrónum sem fara í bensín þegar ég væri frekar til í að eyða þeim í eitthvað allt annað eins og ferðalög eða eitthvað…en get ekki gert að því að ég tími heldur ekki að gefa eitt af mínum áhugamálum á bátinn bara því ríkið hér leggur 70% skatt á allt bensín…kannski hugmynd að fara aðeins milliveginn….held þú yrðir alveg sáttur með smá bensínlækkun….kostar örugglega alveg 6000 þús að fylla Almeru 😉

  3. Það er gaman af fólki sem lest Gladwell… Það er minna gaman af fólki sem fer hamförum með broskalla.

  4. Sæl veriði. Ég er gífurlega mikill áhugamaður um togara og þyrlur. Ég á tvo togara og eina þyrlu. Fyrir mig persónulega hefur hækkandi bensínverð mjög slæmar afleiðingar. Vissulega gæti ég bara keypt mér spíttbát:laugh: eða einhverja litla flugvél :wink:, en þá er alveg eins hægt að segja mér að flytjast bara til Færeyja og ég myndi sko ekki fýla það í tætlur. :biggrin:

    Ég sé eftir öllum þessum aukakrónum sem fara í bensín þegar ég væri frekar til í að eyða þeim í eitthvað allt annað eins og föt á börnin mín eða eitthvað…en get ekki gert að því að ég tími heldur ekki að gefa eitt af mínum áhugamálum á bátinn bara því ríkið hér leggur 70% skatt á allt bensín.

    Það er hreinlega skylda ríkisins að lækka bensínverð!

  5. úf, þessi umræða er búin að vera mér mjög fersk síðustu mánuðina og kemur margt gott fram í þessum þræð:
    á blogginu mínu en líka mikið af rugli.
    En helstu punktar:
    a) tíðni slysa og alvarleiki (líkur á lífshættulegu slysi) eru EKKI það sama
    b) erlendar athuganir skoða alvarleika en íslenskar t.d. ORION og skýrsla um drifbúnað sem ég held að Markús sé að tala um horfa á tíðni
    c) Stórt er ekki sama og öruggt! Mini vs F150.

    Varðandi bensíneyðsluna þá er þetta eins og flest önnur neysla sjálfsskapaður kostnaður og því samkvæmt þessum rökum er mjög fátt sem má kvarta undan. Þeir sem ættu samt að kvarta eru atvinnubílstjórar og við getum kvartað því t.d. þjónusta Leigubíla gæti hækkað sem síðan fer út í verðlag og eykur verðbólgu. Það sem er slæmt er að bensínhækkanir koma einmitt beint inn í vísitöluneysluverðs og hækka t.d. verðtryggð lán YARIS eigenda sem torfærutækjaeigenda. Íslendingar hins vegar kvarta bara, þeir gera ekkert í málinu hvort sem það er að kjósa annan flokk, mótmæla eða skipta um neyslumynstur.

    Jæja best að skríða inn í glerhúsið sitt og halda áfram að lesa undir próf 😉

  6. Fólk á að geta stundað áhugamál sín, en er jeppaeign einstaklings áhugamál þegar jeppaferð er skilgreint sem keyrsla upp á umferðareyjur.
    Það sem Einar á við að þeir sem nota jeppa í innanbæjarakstur hafa ekki rétt á að kvarta yfir bensínverði.

  7. Svanhvít, þetta eru svo súrealískt slæm rök að ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja. Þar sem þú ert svo afbragðsgáfuð stelpa, þá skil ég ekki alveg hvaðan þetta kemur.

    >Það gengur samt ekki upp að segja öllum að hætta að væla og kaupa sér Yaris því það er svo hagstætt….bæði útaf því auðljósa að það eru ljótir bílar ( sorry Yaris eigendur:-) ) og líka útaf því að margir vilja vera í öruggum bílum ofrv…

    Varðandi öryggi bíla, þá bendi ég þér á greinina hans Gladwell, sem ég bendi á hér að ofan..

    Fólk má fyrir mér kaupa sér stóra jeppa eða jafnvel framsóknar-Hummer-a. En með því að gera það, þá fyrirgerir þetta fólk (að mínu mati) sér réttinum til þess að kvarta yfir bensínverði hvetja til sértækra aðgerða frá ríkin. Sértækar aðgerir frá ríkinu þegar bensínverð er hátt er að mínu mati fáránleg aðferð. Bensínskattar hafa jákvæð áhrif, þar sem þeir hvetja fólk til að kaupa sparneytnari bíla og stuðla þannig að því að olía (hvers framboð er ekki endalaust) verði notuð á skynsamari hátt.

    Lækkun á bensínskatti myndi líka hagnast best fólki á stærri bílunum, sem væntanlega á meiri peninga en aðrir. Mun nær væri í verðbólguástandi að beita sér fyrir sértækum aðgerðum til að hjálpa þeim, sem minnsta peninginn eiga.

    >Pointið með þessu kommenti mínu er því að hækkandi bensínverð er pirrandi því margir líta á bíla sem áhugamál ( en það er reyndar rétt að hlutfall jeppaeigenda er kannski ívíð hátt hér á landi…:-) . Auðvitað geta allir fengið sér Yaris/Polo/Fiat og farið að spara en það er alveg eins og að segja þér að fara bara til Færeyja því það er svo hagstætt 🙂 Ég efa að þú myndir fíla það í tætlur 🙂

    Hvað með það þótt fólk líti á þetta sem áhugamál?

    Fótbolti er mitt aðaláhugamál. En miðarnir eru skelfilega dýrir og hafa hækkað með gengislækkunum krónunnar. En ég fer ekki fram á að ríkið hjálpi mér með miðakaup. Fólk, sem velur sér dýr áhugamál verður einfaldlega að sætta sig við þann kostnað sem til fellur. Það er ekki hægt að ætlast til þess að ríkið grípi inní þegar að áhugamálið þitt (mótorhjól) hækkar í verði.

    >held þú yrðir alveg sáttur með smá bensínlækkun….kostar örugglega alveg 6000 þús að fylla Almeru 🙂

    Jamm, það kostar yfir 6000 að fylla Almeruna mína. En ég er ekki fylgjandi lægri bensínsköttum. Skattarnir fara í að byggja upp vegi á landinu og einsog ég sagði þá eru þeir með ákveðna neyslustýringu, sem ég er hlynntur. Hún virðist reyndar gera takmarkað gagn hér á landi (miðað við jeppaeign), en skatturinn skapar allavegana ríkinu tekjur. Minnkandi bensín-notkun, sem skatturinn á að leiða til, leiðir líka til minnkandi mengunar. Sem er gott.

    Ég er til dæmis á því að það væri hægt að laga ansi mörg vandamál Bandaríkjamanna með því að setja á bensínskatt. Ef fólk vill kalla mig vinstri sinnaðan fyrir þá skoðun, then so be it.

  8. Ég skal taka undir að þetta eru alls ekki góð rök ( maður er ekki svo afbragðsgóður ritsmíðari þegar maður er búin að steikja hausinn í prófalestri..:)) og rétt er það hjá þér að það er hægt að setja mörg áhugamál fólks undir sama hatt hvað varðar kostnað, eins og þú bendir t.d. á í sambandi við fótboltann.
    Það sem ég meinti bara með þessu er að ef jeppaeigendur mega ekki tala um hátt bensínverð þá gildir það um miklu fleiri hópa af fólki.
    Auðvitað er ég ekki að fara fram á að ríkið lækki skatta á bensín en það er samt spurning hvort það kæmi ekki öllum í landinu vel að tempra kannski aðeins við skattaálagningunni svo lítirinn fari ekki mikið yfir 130 kr. Það lítur út fyrir að nóg af peningum sé varið í vegaframkvæmdir eins og er víst hægt er að byggja göng hér og þar fyrir lítinn fjölda fólks þegar mun meiri þörf er fyrir það í bænum…..en auðvitað er hægt að eyða þessum auknu bensínsköttum sem koma í ríkissjóð í ýmislegt annað sem þarft er fyrir þjóðfélagið.

    Það er hægt að finna fullt af jákvæðum hlutum við þessar hækkanir ( eins og þú taldið fram) en það eru auðvitað líka neikæðir hlutir sem tengjast þessu og er það matsatriði hjá hverjum og einum hvað vegur þyngra.

    Get ekki dæmt um innihald þessarar greinar þar sem ég sá mér ekki fært að lesa hana í gær…hef því miður annað nauðsynlegra að lesa þessa dagana. Spurning um að maður kíkji á þetta eftir prófalestur 🙂

    Segi annars bara góða ferð og góða skemmtun í París 🙂

Comments are closed.