Smá útúrdúr um íslenska pólitík

Ekki bara ein, heldur þrjár góðar fréttir úr íslenskri pólitík.

  1. Ríkisstjórnin lækkar vörugjöld og vsk á matvælum. Ég hefði aldrei búist við þessu, en það er við hæfi að hrósa íhaldsstjórninni fyrir þetta! Húrra fyrir farmsókn og íhaldinu!
  2. Kristrún Heimis er á leiðinni í framboð fyrir Samfylkinguna. Það er frábært. Ég kynntist Kristrúnu aðeins þegar ég vann með henni í framtíðarhópi Samfylkingarinnar og hef mikið álit á henni eftir þá vinnu. Hún er snillingur og á fullt erindi inná þing!
  3. Jens vinur minn er líka að fara í farmboð fyrir Samfylkinguna. Jens er líka snillingur og ég mun eflaust skrifa lengri lofgrein þegar ég kem heim.

Allavegana, gott mál.