Snilldarsími

Þetta er [SNILLD](http://reuters.com/newsArticle.jhtml;jsessionid=P24RMWI03NSE2CRBAEOCFEY?type=oddlyEnoughNews&storyID=6955367)!

Farsímafyrirtæki í Ástralíu býður nú kúnnum sínum að loka fyrir viss númer áður en það fer á djammið. Þannig að til dæmis er hægt að loka á númer hjá fyrrverandi kærustum, svo maður hringi ekki í þær þegar maður er orðinn vel drukkinn.

Þetta hefði hiklaust komið sér vel fyrir mig í nokkur skipti í gegnum tíðina. 🙂

Símayrirtækið fann út að 95% fólks í könnun hringir í fólk þegar það er á djamminu. 30% hringja í sína fyrrverandi, 19% til núverandi maka og 36% í aðra, svo sem yfirmenn sína.

Fyrirtækið fann einnig að 55% aðspurðra kíkja á gemsann sinn “morguninn eftir” til að sjá hverjir þeir hafa hringt í daginn áður. Hóst hóst.

10 thoughts on “Snilldarsími”

 1. úff.

  Hvernig stendur eiginlega á því að þegar maður er komin í glas finnst manni alveg pörfekt að hringja í eitthvern sem undirvenjulegum kringumstæðum myndi maður ekki í lífinu hafa samband við.

  Sama hvort það er eitthver sem þú dömpaðir eða særði mann stórlega og það merkilega er að þótt maður se í glasi á fimmtudegsnóttu klukkan fimm og veit að aðilanum heima sofandi, ákveður maður að hringja samt. … “bara til að segja hæ”

  Ég vill blokka þetta, spurning um að maður spurji ekki yfirmennina sína niðrí ogvodafone bara hreinlega að þessu.

 2. Ég skil þetta ekki. Ég skil vel að maður fái aðeins meira sjálfstraust til að tala við fólk, sem maður hefur áhuga.

  En, ég skil ekki þessa auknu löngun til að tala við fólk, sem maður hefði að öllu jöfnu nákvæmlega engan áhuga á að tala við. :confused:

  En allavegana, endilega taktu þetta upp á fundi hjá OgVodafone. 🙂

 3. Væri nú varla góður bissniss fyrir símafyrirtæki að bjóða uppá þetta? Nema náttúrlega að þjónustan kosti 1-2000 kr á mánuði? 🙂

 4. Ef það er líka lokað á SMS þá er þetta að minnsta kosti 5þ króna virði á mánuði enda meðlag töluvert hærra 🙂

 5. pff sniðugara væri að hægt væri að loka fyrir að ákveðin númer hringdu í mann þegar maður er á djamminu.. eins og td kærastar eða kærustur þegar maður er úti að skemmta sér með vinunum :biggrin2:
  haha kannski er bara ég sem vil hafa það þannig því ég er alltaf edrú og fæ því ekki þessa þörf fyrir að hringja í fólk sem ég á ekki að vera að hringja í :laugh:

 6. Jamm, einn af kostunum við það að vera edrú er að sleppa við þessi símtöl. Ég veit ekki til þess að þau hafi nokkurn tímann verið til góðs 🙂

Comments are closed.