Spring Break

Þá erum við búin að plana Spring Break þetta árið. Síðustu tvö ár höfum við Hildur farið til New York og New Orleans og var geðveikt gaman í bæði skiptin.

Þetta árið langaði okkur að fara í típískt bandarískt spring break. Þess vegna ætlum við að fara með tveim vinum okkar niður til Panama City Beach, Florida.

Þarna koma árlega í marsmánuði yfir 600.000 háskólanemendur frá öllum Bandaríkjunum. Travel Channel valdi Panama City Beach besta spring break staðinn.

Við ætlum að keyra suður til Florida, en það er um 19 tíma akstur. Ætlunin er að fara 22.mars, sem er föstudagur og vera í eina viku.

Núna þarf ég bara að komast í gegnum lestrarviku, þrjú próf og eina ritgerð.