Skólinn

Þessi vika er síðasta vikan á þessari önn. Í næstu viku er lestrarvika og svo próf. Ég þarf að fara að fylla út CTEC upplýsingar, þar sem ég gef prófessorunum einkunn. Allavegana, tímarnir, sem ég er í núna eru:

Hagfræði – International Finance. Einsog nafnið gefur til kynna, alþjóðleg fjármál. Voða gaman, færa til fullt af línuritum og fjör. Kennt af hinum merka Lawrence Christiano.

Hagfræði – Advanced Econometrics. Hagtölfræðitími, þar sem notast er við línulega algebru. Mikil tölvuvinna, aðallega með hjálp Stata. Kennt af Joseph Altonji

Stjórnmálafræði – Latin American Politics. Fjallað um stjórnmál í Suður-Ameríku frá seinni heimsstyrjöld til dagsins í dag. Kennt af Edward Gibson

Hagfræði – Honor’s Seminar. Þetta er í raun ekki tími, heldur skrifum við í þessum tíma ritgerð. Ég er búinn að velja mér ritgerðarefni og er ég á fullu að safna saman gögnum fyrir ritgerðina.

Jæja, þetta er spennandi efni, ekki satt?