Stewart og Venezuela

Þetta er fyndið: [Daily Show’s Gay Watch](mms://a386.v99506.c9950.g.vm.akamaistream.net/7/386/9950/v001/comedystor.download.akamai.com/9951/dailyshow/stewart/jon_10056.wmv)


Frjálshyggjumenn eru oft yndislega yfirlýsingaglaðir. Sjá til dæmis [þennan pistil á frjálshyggjublogginu](http://blogg.frjalshyggja.is/archives/2005/05/tilraunir_me_ma.php) (feitletrun mín):

>Hins vegar er hugleiðingar vert hinn dæmalausi hrifningur vinstrimanna á **sameign og þjóðnýtingu sem þrátt fyrir allt eru grunnástæður fátæktar á þessari plánetu** ásamt ónægri útbreiðslu hins frjálsa markaðar og langlífri tilvist verslunarhindrana og opinberra styrkja til deyjandi starfsstétta

Jammm… Hvernig viðkomandi vill sanna þetta skal ég ekki fullyrða um. Heimurinn er flóknari en svo að aðeins þurfi frjálshyggju til að allir verði ríkir.

En annars er líka aðdáun þeirra Múrsmanna á Hugo Chavez með hreinustu ólíkindum. Þeir kjósa auðvitað að líta framhjá öllum slæmu hlutunum, einsog að hann hafi fært stjórnkerfið í einræðisátt og haldi skildi yfir kólumbískum hryðjuverkamönnum.

En auðvitað þá er það sorglega við þetta allt að hátt olíuverð mun auðvelda Chavez að halda völdum. Ef hann hefði ekki haft stjórn yfir olíuauðlindum landsins, þá væri þessi ömurlega tilraun hans, til þess að breyta Venezuela í Kúbu, dæmd til þess að mistakast. En olíverðið mun gera það að verkum að Chavez mun halda áfram á þessari braut og um leið mun hann halda áfram að misnota nafns hins ágæta Símon Bolívar.