Super Bowl XLI (uppfært kl 2.45)

Og allir saman nú:

Let’s go Bears! Let’s go Bears!

[Löng nótt](http://chicagosports.chicagotribune.com/sports/football/bears/cs-070203piersonspecial,1,7569200.story?coll=cs-home-headlines) framundan.

**Uppfært í hálfleik kl 00.58**: Staðan er 19-14 fyrir Indianapoli. Nei, fokking A – Vinatieri klikkaði!!! Staðan er 16-14. Ja hérna.

Sko, ef ég væri í partíi – þá væri ég búinn að finna uppá þeim drykkjuleik að maður ætti að drekka í hvert skipti sem að lýsandinn á Sýn segir að Chicago sé lélegt í einhverju. Ef ég hefði leikið þann leik hefði ég drepist í þriðja leikhluta í síðasta leik og væri sennilega ekki í formi til að skrifa þessi orð núna.

Ég spái því að Rex eigi eftir að gera eitthvað stórkostlegt í seinni hálfleik og að hann tryggi Bears sigurinn. Þið lásuð það hér fyrst. Vinatieri klikkar, Grossman hetjan. Jammmmmm…

Já, svo getur maður horft á [bandarísku Super Bowl auglýsingarnar hér](http://www.myspace.com/superspots).

**Uppfært 01:17** Fínt að nota hálfleikinn í að kíkja á auglýsingarnar. Þessar eru bestar að mínu mati:

Wedding Auction

Snickers Kiss

Bud Light Slap

**Uppfært (2:04)**: Úfff, ég er orðinn verulega þreyttur – Bears undir og maturinn í húsinu að verða búinn. Gróf upp einhverja örbylgju-súkkulaðiköku sem fyrrverandi kærastan mín keypti síðasta sumar. Hún var ekki góð (kakan það er).

Kakan var samt betri en þessi lýsandi á Sýn. Mér skilst á honum að Rex Grossman sé ekki góður leikstjórnandi!!! Ef hann myndi ekki minna á það á 10 sekúndna fresti þá myndi ég sennilega gleyma því.

**KOMA SVO!!!**

**Uppfært 2.44**: Jæja, staðan 29-17 og Colts með boltann og fimm mínútur eftir. Ég er farinn að sofa.

Andskotinn!

Jæja, ég verð þá bara að treysta því að Cubs og Bulls verði meistarar.

11 thoughts on “Super Bowl XLI (uppfært kl 2.45)”

 1. Touchdown.

  Þetta er svipað og halda með liði frá Liverpool, Barcelona, Durham, Los Angeles eða hvaða borg sem er. Maður heldur með liðinu, en ekki borginni.

  Annars er ég Tampa maður í NFL. 😉

 2. það var alveg sorglegt undir lokinn hvað þulurinn var hlutdrægur…
  ég hef aldrei heyrt þul gera jafn lítið úr liði á ævinni… “ótrúlegt að þeir séu bara þrem stigum undir” þegar staðan var 19-16..

  um að gera að hafa skoðun… en þetta var full gróft..

 3. Jammm, það síðasta sem sárþjáði Bears aðdándinn ég þurfti á að halda var að einhver besservissi minnti mig á það á 5 sekúndna fresti hversu illa sóknin væri að leika. Gjörsamlega óþolandi.

 4. Múhahahaha.. hef ekkert vit á íþróttinni, en er ennþá að hlægja að auglýsingunum! Snickers-auglýsingin er sknííílld! :biggrin2:

 5. sammála seinasta kommenti!!
  mér fannst þessi örbylgju kaka líka áhugaverð 😉 soldið piparsveinalegt 😉

Comments are closed.