Sviptur titlinum

Robbie Fowler er kominn [aftur til Liverpool](https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2006/01/27/16.58.32/). Það er frétt ársins hingað til. Allavegana hvað mig varðar, en aðrir gætu þó haft annað fréttamat. Hver veit.


Er þetta ekki dálítið [magnað](http://www.ungfruisland.is/fullfrettir.php?id=94&p=1&lang=is):

>Fegurðarsamkeppni Íslands hefur tekið þá ákvörðun að Ólafur Geir Jónsson, Herra Ísland 2005 verði sviptur titlinum og er það í fyrsta sinn í sögu Fegurðarsamkeppni Íslands sem slíkt er gert.

>…

>Ólafur Geir hefur ekki staðið undir þeim væntingum sem keppnin gerir til Herra Íslands ár hvert, en við val hans er leitast við að velja fulltrúa sem er keppninni til sóma bæði hérlendis og erlendis.

Skrýtið, eh? Hérna geturðu [svo lesið](http://www.123.is/oligeir/Default.aspx?page=home&sa=GetRecord&id=9835) um það hvernig þetta kom til. Ef að frásögn Óla er rétt, þá er þetta ansi döpur blaðamennska hjá Hér & Nú.


Ég er að fara út í fyrramálið í vinnuferð til Kölnar. Ég nenni svo innilega ekki að fara strax aftur út, þar sem ég hef ekki verið í viku á Íslandi, en ég þarf þó víst að fara. Verð í Köln fram á miðvikudag.

One thought on “Sviptur titlinum”

  1. mundu nú að kíkja í Underdog records sem er beint á móti stærstu hljómplötuverzlun Þýskalands Saturn. einnig er gebaude 9 góður tónleikastaður

Comments are closed.