Teiknimyndasögur

Það er magnað að hugsa til þess að þrátt fyrir milljón fréttir og fréttamyndir af mótmælum múslima um allan heim, þá hefur engin fréttastofa (að því minnsta ekki svo ég hef séð) tekið fyrir af hverju múslimar eru brjálaðir akkúrat núna.

Á Dailykos, sem er bandarískur vinstri-vefur (vinstri, þá á bandaríska vísu – semsagt demókratar), er ágætis [samantekt á því hvernig þessi vitleysa öll byrjaði](http://www.dailykos.com/storyonly/2006/2/5/13149/60748). Þrátt fyrir að [mér hafi fundist asnalegt](https://www.eoe.is/gamalt/2006/01/31/10.13.56/) að leggja til að myndum af Múhameð sé dreift bara til að sýna að við getum gert það, líkt og Egill Helga gerði, þá þýðir það ekki að mér eitthvað vit vera í viðbrögðum múslima. Allavegana að greininni. Upptökin á þessu eru í hinu skemmtilega landi Sádí Arabíu:

>The most recent Hajj (pílagrímaferð til Mekka) occurred during the first half of January 2006, precisely when the “outrage” over the Danish cartoons began in earnest. There were a number of stampedes, called “tragedies” in the press, during the Hajj which killed several hundred pilgrims. I say “tragedies” in quotation marks because there have been similar “tragedies” during the Hajj and each time, the Saudi government promises to improve security and facilitation of movement to avoid these. Over 251 pilgrims were killed during the 2004 Hajj alone in the same area as the one that killed 350 pilgrims in 2006. These were not unavoidable accidents, they were the results of poor planning by the Saudi government.

>And while the deaths of these pilgrims was a mere blip on the traditional western media’s radar, it was a huge story in the Muslim world. Most of the pilgrims who were killed came from poorer countries such as Pakistan, where the Hajj is a very big story. Even the most objective news stories were suddenly casting Saudi Arabia in a very bad light and they decided to do something about it.

>Their plan was to go on a major offensive against the Danish cartoons. The 350 pilgrims were killed on January 12 and soon after, Saudi newspapers (which are all controlled by the state) began running up to 4 articles per day condemning the Danish cartoons. The Saudi government asked for a formal apology from Denmark. When that was not forthcoming, they began calling for world-wide protests. After two weeks of this, the Libyans decided to close their embassy in Denmark. Then there was an attack on the Danish embassy in Indonesia. And that was followed by attacks on the embassies in Syria and then Lebanon.

Svar múslíma við teikningunum: Jú, auðvitað: Gerum lítið úr [helförinni](http://www.arabeuropean.org/newsdetail.php?ID=95&PHPSESSID=8051378a9f4af677664b20c5649e43c8).


Andrew Sullivan kemur svo [með ágætt kvót um þetta mál](http://www.time.com/time/magazine/article/0,9171,1156609,00.html) í pistli í Time: Your taboo, not mine.

>”Muslim leaders say the cartoons are not just offensive. They’re blasphemy–the mother of all offenses. That’s because Islam forbids any visual depiction of the Prophet, even benign ones. Should non-Muslims respect this taboo? I see no reason why. You can respect a religion without honoring its taboos. I eat pork, and I’m not an anti-Semite. As a Catholic, I don’t expect atheists to genuflect before an altar. If violating a taboo is necessary to illustrate a political point, then the call is an easy one. Freedom means learning to deal with being offended.”


Já, og [þessi myndasaga segir allt, sem segja þarf](http://www.filibustercartoons.com/archive.php?id=20060204).

7 thoughts on “Teiknimyndasögur”

 1. Njah… þetta er nú ekki ýkja trúverðug samsæriskenning með Sádi Arabana – þótt það sé vissulega hin vibbalegasta stjórn.

  Hvers vegna ættu menn að ganga af göflunum í Lýbíu vegna þess að harðorðar skammargreinar birtast í ríkisreknum fjölmiðlum í Sádi Arabíu? Hér er skrifað eins og hinn múslímski heimur sé smáþorp.

  Nú var maður búinn að heyra fréttaskýringar um þessar skopmyndir, t.d. í Speglinum á Rás 1, strax þegar þær birtust. Hvað ætli teljist eðlilegur tími fyrir svona frétt að berast heimsálfa á milli? Vika, mánuður, fjórir mánuðir? Það er hreinlega ómögulegt að segja.

  Þótt skrípamynd birtist í dönsku dagblaði er ekkert sjálfgefið að annar hver maður í Jórdaníu fari að velta sér upp úr henni fyrir vikulokin. Stundum detta svona mál dauð niður, en í öðrum tilvikum verða þau stórmál – kannski af þeirri einföldu ástæðu að það var gúrkutíð í fréttunum og frægur fréttamaður ákvað að gera sér mat úr því.

  Ef menn trúa ekki á fjölmiðlasamsæriskenningar, þá mætti skýra þá “heppilegu tilviljun” að fréttaflutningurinn í arabaheiminum kemur beint í kjölfar slyssins á pílagrímsferðinni í Mekka – einmitt með því að í pílagrímsferðinni í Mekka hittast múslimar frá mörgum löndum, t.d. frá Danmörku. Mætti ekki einmitt búast við að þær kringumstæður væru vænlegar fyrir menn að tala sig upp í að verða öskureiðir? Spyr sá sem ekki veit.

 2. Mér finnst þetta ekki vera trúverðug kenning um Sádana – sérstaklega þar sem það voru danskir múslimaleiðtogar sem gengu í það að afla alþjóðlegs stuðnings – en ef til vill hafa Sádar viljað ýta undir það og ef til vill ekki.

 3. Það má vel vera að danskir múslimar hafi safnað þessu saman (og reyndar bætt í verri myndum) en það verður að teljast ólíklegt að þeir hafi mikil völd til að dreifa þessu út.

  >Hvers vegna ættu menn að ganga af göflunum í Lýbíu vegna þess að harðorðar skammargreinar birtast í ríkisreknum fjölmiðlum í Sádi Arabíu? Hér er skrifað eins og hinn múslímski heimur sé smáþorp.

  Því er hvergi haldið fram að þetta sé eina ástæðan fyrir útbreiðslunni, heldur einungis að þarna hafi í fyrsta skipti þessi frétt farið í virkilega víða dreifingu. Hin lönd hafi svo apað þetta eftir Sádi Arabíu, enda það land gríðarlega áhrifamikið meðal múslima.

  >Mætti ekki einmitt búast við að þær kringumstæður væru vænlegar fyrir menn að tala sig upp í að verða öskureiðir? Spyr sá sem ekki veit.

  Jú, og það er akkúruta pointið með greininni. Að yfirvöld í Sádi Arabíu byrjuðu að birta þessar fréttir á meðan að gríðarlegur fjöldi pílagríma var enn í landinu. Ég hef allavegana ekki heyrt margar meiri sannfærandi kenningar um ástæðu þess að þetta breiðist út akkúrat núna.

 4. Tja, tökum sem dæmi Söngva Satans eftir Salman Rushdie.

  Sú bók kom út 1988 og varð þá þegar umdeild. Það var hins vegar ekki fyrr en um miðjan febrúar 1989 að Æjatolla Kómeiní fordæmdi bókina – þá hálfu ári eftir útkomu hennar. Í kjölfarið varð fjandinn laus.

  Morð og morðtilræði við nokkra þýðendur og útgefendur bókarinnar á Vesturlöndum áttu sér ekki stað fyrr en á árinu 1991, þremur árum eftir útkomu hennar. – Það er nefnilega athyglisvert að verstu grimmdarverkin vegna bókar Rushdies voru ekki framin meðan fárið var í hámarki og mestur æsingur í mönnum, heldur af yfirlögðu ráði mun síðar. Þessi staðreynd hlýtur að valda dönsku ritstjórunum og teiknurunum sérstökum áhyggjum.

  Ég get þess vegna ekki skilið hvers vegna menn ættu að þurfa að undrast þennan fjögurra mánaða biðtíma og reyna að skýra hann með einhverju samsæri Sádanna?

 5. Jú, góður punktur varðandi Rushdie.

  Ég var að klára að lesa [Tipping Point](http://www.gladwell.com/tippingpoint/) og það er gaman að velta fyrir sér hvar “tipping point” kemur í þessu máli. Eitthvað hlýtur það að vera og það væri verðugt rannsóknarefni

  Þetta er ekkert samsæri Sáda, heldur einungis sniðugt PR til að losna við leiðinlegar fréttir af sjálfum sér.

 6. Það kann vel að vera rétt að hatrömm skrif í Sádi Arabíu meðan á Pílagrímsförinni stóð séu neistinn sem kveikti bálið – það hljómar meira að segja mjög sennilegt.

  Ég er að lesa greinina sem þú linkar á og linkana sem hún bendir á.

  En fyrirfram finnst mér mjög hæpið að þetta hafi bara snúist um að losna við óþægilega umfjöllun – væri ekki t.d. líklegra að ferðalangarnir frá Danmörku hafi t.d. stefnt að því að nota tækifærið þegar pílagrímsferðirnar stæðu yfir til að vekja athygli á málinu.

  Það eru mjög margir fletir á því af hverju mótmælin verða svo mikil og það er gríðarleg einföldun að gera vandræði stjórnvalda í Sarabíu að lykilatriði af þessum toga.

 7. Í greininni sem þú linkar á segir á einum stað: “Hvað gerðist? Það þarf blogg til að útskýra það,” og þar með er linkað á http://www.muttawa.blogspot.com. Það er sennilega eina heimildin sem þeir hafa fyrir því að arabísk stjórnvöld hafi fyrirskipað þetta og sú eina sem þeir linka á.

  Þetta er annars mjög athyglisvert blogg, skrifað á ensku af frjálslyndum múslima búsettum í Bretlandi sem virðist mjög uppsigað við stjórnvöld í S-Arabíu þar sem hann er uppruninn. Mér sýnist greinin sem þú vísar í hafa misskilið, eða í besta falli gert allt of mikið úr bloggum sem hann kallar minnisblöð. Þar setur hann sig í spor embættismannsins sem skrifar memo til his majesty og fagnar árangrinum sem næst. Þetta blogg sem greinin vísar í sem skýringu er fyrst og fremst napurt en jafnframt beitt háð gagnvart arabískum stjórnvöldum.

Comments are closed.