Thanksgiving

Þetta er búin að vera fín helgi. Ég gerði ekki mikið á Thanksgiving Day, við Hildur lágum heima, horfðum á sjónvarp og tókum það rólega. Um kvöldið borðuðum við svo kalkún með stuffing, cranberry sósu og tilheyrandi, svo apple pie og haagen dazs í eftirrétt, ekkert smá góður matur.

Í gær var svo náttúrulega aðalverslunardagurinn í Bandaríkjunum og við Hildur fórum því niður á Michigan, þar sem við versluðum jólagjafir á fullu. Ég er næstum því búinn að kaupa allar jólagjafirnar, sem er mjög gott mál.