The Cove

IMDB – The Cove – Þessi mynd var sýnd í sænska sjónvarpinu fyrir einhverjum vikum og ég og Margrét horfðum á hana saman nánast í losti allan tímann. Fjallar um grimmilegar veiðar Japana á höfrungum og hvernig höfrungaiðnaðurinn (Sea World og aðrir dýragarðar til dæmis) hefur gert höfrunga að eftirsótta meðal veiðimanna. Frábær heimildamynd. Ég mæli klárlega með henni.

2 thoughts on “The Cove”

  1. Myndin var ansi áhrifamikil og athyglisverð. Mér fannst þó vanta upplýsingar um hversu mörg prósent þeir veiða af stofninum, og hvað hann er raunverulega stór. Það segir ekki allt að það séu X dýr drepin, prósentan segir meira eða þá fjöldinn í stofninum. Er ekki að verja höfrungadráp samt!

    Annars fín mynd 🙂

  2. ég hugsaði einmitt það sama og þú Hjalti en fékk svo þær upplýsingar sem vantaði upp á á heimasíðunum sem voru nefndar í lok myndarinnar.

Comments are closed.