The Economist

Hér í Bandaríkjunum kemur The Economist ekki í umslagi, þannig að það var ekkert hvítt duft á mínu blaði. Gaman gaman!

Alveg magnað hvað þessi hræðsla hefur breiðst út. Ég hélt að Bandaríkjamenn væru slæmir, en Íslendingar eru sennilega alveg jafn “paranoid”. Datt engum Íslending í hug að hugsa aðeins um það hvort Ísland yrði næsta skotmark á eftir Bandaríkjunum? Mér finnst það vera frekar ólíklegt.

Nær allar “anthrax” sendingarnar hér hafa verið til frægs fólks í New York eða Washington. Því er það dálítið fyndið að einhverjir spekingar í Kansas séu að fríka út vegna póstsendinga.

Ég las einhverja grein í Wall Street Journal, þar sem var fjallað um hvaða nafni sjónvarpsstöðvarnar hafa kallað atburðina undanfarna daga. CNN kallaði þetta í byrjun “America’s New War” og mig minnir að Fox hafi kallað sitt efni “War on Terror”.

Á Comedy Central er besti “late night” spjallþátturinn í bandarísku sjónvarpi, The Daily Show. Þeir kalla umfjöllina sína því nafni, sem mér finnst passa best, “AMERICA FREAKS OUT”.