The Simpsons are going to Brazil

Þessi frétt er nokkuð fyndin.

Málið er að ferðamálaráðið í Rio de Janeiro er búið að kæra Fox vegna síðasta Simpson þáttar. Ég horfði á þáttinn síðasta sunnudag og var hann alger snilld. Lisa ákvað að gefa pening til lítils brasilísk krakka, sem hún missti svo sambandið við, svo Homer ákvað að fara með fjölskylduna sína til Brasilíu.

Í Brasilíu lenda þau í ýmsu og til dæmis er Homer rænt og Bart er gleyptur af snák. Einnig er gert grín að barnaþáttum, sem er mörgum stjórnað af fallegu kvenfólki til að laða að eldri áhorfendur. Ferðamálaráðið í Rio er eitthvað ósátt við þetta og segja þeir að þetta hafi eyðilagt þeirra starf.

Ferðamálaráðið í Rio hefur nefnilega verið iðið við að reyna að fegra ímynd borgarinnar. Það hefur ekki verið gert með því að reyna að leysa samfélagsleg vandamál, heldur hefur það verið gert með því að reyna að fela vandamálin. Ferðamönnum er haldið frá öllum fátækrarhverfunum og lítið er gert úr eymd hins almenna borgara þegar ferðamönnum eru sýndir magnaðir ferðamannastaðir þar í borg.

Ég heimsótti Rio ásamt vinum mínum fyrir nokkrum árum og fannst mér Simpsons þátturinn ekkert vera voðalega móðgandi við borgina. Til dæmis þá var hótelinu okkar rænt tveim dögum eftir að við fórum og við heyrðum margar sögur af svipuðum atburðum.

The Simpsons er uppáhaldssjónvarpsþátturinn minn, ekki síst vegna þess að í þáttunum er hárbeitt ádeila á ýmsa hluti í mannlífinu. Sumir geta ekki sætt sig við þegar bent er á hlutina einsog þeir eru, eða þegar gert er grín af þeim. Fyrir þá er besta lausnin auðvitað að kæra framleiðendur þáttanna. Það breytir hins vegar ekki ástandinu einsog það er í Rio de Janeiro í dag.

One thought on “The Simpsons are going to Brazil”

Comments are closed.