Til hamingju!

Mikið ótrúlega er þetta ánægjulegur dagur!

island-i-esb

Ég er búinn að bíða eftir þessu í mörg, mörg ár. Ég hef verið ESB sinni nánast frá því að ég byrjaði að hugsa um pólitík. Á stundum hélt ég að þetta væri alveg töpuð barátta og við myndum aldrei sækja um. En kjósendur sýndu vilja sinn í síðustu kosningunum og í dag sjáum við loksins fram á aðildarumsókn hjá ESB. Ég er búinn að vera með í maganum síðustu daga útaf þessari atkvæðagreiðslu og það var ekki auðvelt að fylgjast með henni með því að refresh-a vísi.is á 2 mínútna fresti. En þetta tókst!

Ég gæti ekki verið glaðari. Til hamingju Ísland!

7 thoughts on “Til hamingju!”

 1. Einar, veistu hver Herbert Spencer var?

  [quote]individuals would not only derive pleasure from the exercise of altruism (‘positive beneficence’) but would aim to avoid inflicting pain on others (‘negative beneficence’). They would also instinctively respect the rights of others, leading to the universal observance of the principle of justice – each person had the right to a maximum amount of liberty that was compatible with a like liberty in others.[/quote]

  Hann var einn af vitrustu félagsfræðingum ever og hann eins og margir aðrir sagði að allar tegundir sósíalísma væru alveg út í hött og til lengdar hættulegustu gerðir pólítíkar sem til eru (þar með talin kommúnismi sem er 100% sosíalísmi og meira en það).

  Hann, eins og mjög margir lýðveldis- og fullveldissinnar sá það fyrir sér að LIBERTY væri það besta sem muni gefa öllum hagnað jafnvel ólærðum sem kunna ekki neitt. Fyrstu hugmyndir sem komu frá því voru meðal annars Capitalism og Libetarism. Capitalism er nú verri gerðin eins og magir ættu að vita 🙂

  Þú gerir þér grein fyrir því að með inngöngu munu auðlindir Íslands vera OPNAR fyrir alla til að leika sér að og landbúnaður og fiskiðnaður mun falla vegna samkeppnis?????? Svo mun Sósíalisminn taka völdinn á þjóðinni :S

 2. Frábær dagur
  Allt tal um að auðlindir glatist er tóm þvæla
  Heiðar ætti kannski að taka að sér trúarbragðafræðslu í skólum?

  Gott og vel, landbúnaður fær samkeppni, er það ekki allt í lagi?
  Bændum fækkar, vegur það þyngra en að matvöruverð í verslunum lækki um 15-20%? (svo maður hendi nú sjálfur fram einni fullkomlega órökstuddri fullyrðingu)

  Fiskiðnaður falla?
  Hvaða fiskiðnaður? Heiðar, hefurðu komið til vestfjarða?
  Skiptir virkilega máli hvort að báturinn sem sækir fiskinn sé íslenskur eða spænskur?
  Ekki breytir það miklu fyrir byggðirnar í landinu
  En jú, kvótakóngum fækkar og braskið minnkar
  Sjálf fiskveiðistjórnunin verður ávallt á hendi Íslendinga
  (önnur órökstudd en augljóst fullyrðing)

  En aðalatriðið í þessu er… að nú hættir málið að snúast um órökstuddar fullyrðingar (“þá getum við alveg eins selt skútuna og flutt til kanarí” – Davíð Oddsson) og fer að snúast um konkrít atriði eins og það hvað er raunverulega á boðstólum. Það er útaf fyrir sig skiljanlegt að stór hluti þjóðarinnar hafi áhyggjur af því hvað þá kemur í ljós, nefnilega að hann hafi áratugum saman haft rangt fyrir sér

 3. Ragnar, hugsaðu aðeins með hausnum þetta eru ekki órukstuddar staðreyndir eitthvað religion drasl.

  Þegar það kemur samkeppni frá utan þar sem markaðurinn er allt öðruvísi en á lokuðu svæði eins og Íslandi þá verður erfitt fyrir localið Ísland að keppast við alla hina. Ef þú veist þetta ekki þá þarftu aðeins að fara ap læra aðeins meira (fæða heilann þinn)!

  Ísland mun þurfa að breyta til á mörgum sviðum til þess að geta náð því takmarki sem þarf til að komast inní samkeppnina við hina að utan. Landbúnaður og Fiskvinnsla mun kannski ekki falla en það verður erfitt að aðlagast nýja markaðnum og það getur tekið langan tíma.

  Horfðu til dæmis til Jamaica. Þau opnuðu fyrir land sitt svona fyrir markaðinn og meiri parturinn af auðlindum þeirra gat ekki staðist keppnina.

  Allt annað en landbúnaður og fiskvinnsla og sumt annað mun vera í ágætis málum og ekki þurfa að breyta til svo þetta verður ekki neitt rosa vandamál.

  !-! Ég mun ávallt berjast fyrir alvöru frelsi (ríki og skattar munu aldrei veita það).

 4. Alvöru frelsi? Þar sem að FRJÁLS samkeppni er ekki í lagi? Skaustu þig ekki pínulítið í fótinn þarna Heiðar?

 5. Hressandi
  Það er augljóst það verður erfitt fyrir bændur á Íslandi að keppa við bændur í heilli álfu. En á það að ráða úrslitum um hvort að íslenskir neytendur fá aðgang að opnum markaði sem gætu umtalsvert auðveldað fólki að kaupa landbúnaðarvörur á lágu verði?

  Talandi um landbúnað, Ísland verður mjög líklega flokkað sem jaðarsvæði í landbúnaði og mun þ.a.l. njóta evrópska styrkjakerfisins og ýmissa sérforréttinda og þótt eflaust verði innganga í ESB mörgum bændum erfið, þá er allt tal um að landbúnaður leggist niður eða á hliðina eintómur hræðsluáróður. Lagðist landbúnaður kannski af í Finnlandi við inngöngu í ESB? Kannski gagnast innganga í ESB einhverjum bændum, verður þeim jafnvel hvatning? Kannski verður þetta til þess að aðrir bændur hysja upp um sig buxurnar og fara í nýsköpun á matvælum, hver veit, kannski verður einhvern tíma á næstu öld hægt að kaupa íslenskan parmesan ost? En það er auðvitað áhyggjurefni ef ekki verður lengur hægt að flytja íslenskar lambalærissneiðar út til USA sem lúxusvarning …ahh úps, það er reyndar ekki hægt að kaupa rándýrar íslenskar lambalærissneiðar í wholefoods því að einhver snillingur í “sjálfstæðis”flokknum ákvað að “bjarga” þjóðinni með því að leyfa hvalveiðar…

  Allt tal um að fiskvinnsla fari til fjandans… hefði betur átt við 1989 þegar ákveðið var að taka upp fiskveiðistjórnunarkerfi sem síðar gerði útgerðarmönnum kleift að rústa fiskvinnslu í landi og hagnast á því

Comments are closed.