Tobias Funke!

Ég er byrjaður að horfa á þriðju og síðustu seríu af Arrested Development. Hafði beðið lengi með að horfa á þriðju seríuna. Suma hluti tengir maður ákveðnum aðilum og það er því furðulegt að upplifa þá undir öðrum kringumstæðum.

Allavegana, ég er byrjaður að horfa á 3. seríuna og ég lýsi því hér með að Tobias Funke er einn fyndnasti karakter í sögu sjónvarpsþátta.

Arrested-David-Cross6.jpg

Þetta er úr síðasta þætti sem ég horfði á:

>**Michael**: They’ve got one guy who won’t be talking. That is, unless there’s a hand inside of him.

>**Tobias**: Oh, please Michael, even then I wouldn’t say anything.

Þetta er eflaust ekki fyndið fyrir þá, sem hafa ekki horft á þættina, en ég kafnaði næstum því úr hlátri. Arrested Development eru **æðislegir** þættir. Gob og Tobias eru mestu snillingar í heimi!

3 thoughts on “Tobias Funke!”

  1. 🙂 Þeir eru æðispæðis uppáhalds…. Mamman er samt mín uppáhalds..Ætla að verða eins og hún þegar ég verð stór! 😉

    Verð að fara að horfa á þriðju seríuna við tækifæri…

  2. Shit, þú hækkaðir ekkert smá í áliti hjá mér Einar Örn!

    Arrested Development eru fyndustu þættir ever made, Tobias er fyndnasti karakter ever made og Buster en næst fyndasti karakter ever made!

    hahaha…..Snilld!

  3. Ha ha, það er metnaðarfullt hjá þér að vera einsog mamman. Alltaf með vodka eða bloody mary við höndina. 🙂

    Og já, Buster er æði líka. En Gob er samt í meira uppáhaldi hjá mér.

    Að þessir þættir skuli vera hættir í framleiðslu meðan rusl einsog Yes, Dear og 2,5 men er enn til er hreinlega sorlgegt fyrir mannkynið.

Comments are closed.