Tölvuhlé

Ég er búinn að vera að skrifa stjórnmálafræðiritgerð á bókasafninu í allan dag.

Auk þess er ég búinn að skoða póstinn minn 8 sinnum, skoða allar mögulegar Liverpool fréttir, skoða Pressuna fjórum sinnum, lesa meirihlutann af kommentunum á Metafilter og tékka á tenglasíðunni minni að minnsta kosti 15 sinnum.

já, og ég skrifaði 9 blaðsíður af stjórnmálafræði. Þó held ég að ég hafi eytt meiri tíma á netinu en í Word. Ég held að ég þyrfti að fara að skrifa ritgerðirnar mínar á gamaldags ritvél. Það myndi eflaust fækka netheimsóknunum mínum.

Ég gafst þó upp rétt fyrir sjö og kom mér hingað heim. Undeclared og 24 eru í sjónvarpinu og því get ég náttúrulega ekki misst af.