Tónlistarblogg: Face of the Earth

change-dismemberment.jpgEinn skemmtilegasti dagur, sem ég upplifði á tíma mínum í háskóla var 25.maí 2002. [Þennan dag](https://www.eoe.is/gamalt/2002/05/28/20.40.28/) var haldinn Dillo Day, sem er (einsog ég hefur áður lýst) “aðal partídagur Northwestern nemenda. Þá reyna nemendur að gleyma því að þeir eru flestallir nördar og reyna að skemmta sér einsog fólk í stóru ríksskólunum hér í kring.”

Þessi dagur er allavegana í minningunni ótrúlega skemmtilegur. Ég byrjaði daginn snemma og fór í einhver 2-3 partý með Dan vini mínum og fleira fólki. Klukkan 3 var ég orðinn jafn skakkur og ég gat orðið þegar Dan og Katie drógu mig inní Patten leikfimisalinn norðarlega á háskólalóðinni.

Þar fyrir var Washington hljómsveitin [Dismemberment Plan](http://www.dismembermentplan.com/) uppá sviði. Ég hef aldrei á ævinni verið jafn gagntekinn af hljómsveit, sem ég var að heyra í fyrsta sinn.

Ég man ekki (afskaplega) lítið frá tónleikunum, en þó eru nokkrir punktar skýrir. Söngvarinn var nördalegur á sviði, eins langt frá því að líta út einsog rokksöngvari. Líkast var að einhver verkfræðinördinn úr byggingunni við hliðiná hefði stokkið uppá svið. Og ég man að þeir kunnu sko að *rokka*. Krafturinn í þeim var gríðarlegur. Við stóðum eiginlega dolfallinn nálægt sviðinu og gátum varla hreyft okkur vegna undrunnar. Hljómsveitin var einfaldlega meiriháttar.

Stuttu seinna byrjaði ég að grúska aðeins í efni frá þessari sveit (sem er því miður hætt að spila saman) og hef í gegnum árin eignast nær allt efni, sem þeir hafa gefið út. Lagið, sem fylgir með þessu bloggi er lagið “Face of the Earth”

[Face of the Earth](https://www.eoe.is/stuff/thefaceoftheearth.mp3) – Mp3 – 6mb

Lagið er tekið af plötunni Change, sem var gefin út 2001. Þetta er nokkuð lýsandi lag fyrir tónlist Dismemberment Plan, sem er einsog ég hef komist að, afbragðs hljómsveit. Þeir urðu aldrei vinsælir, en plöturnar sem þeir gáfu út eru allar góðar.

Face of the Earth hefur líka í gegnum tíðina orðið uppáhaldslagið mitt með hljómsveitinni. Bæði stóð það uppúr á tónleikunum og svo hefur það vaxið í áliti hjá mér með tímanum.

3 thoughts on “Tónlistarblogg: Face of the Earth”

  1. jæja það var mikið að þú sagðir frá hljómsveit sem ekki hefur troðið upp í Laugardalshöll. Þessi hljómsveit spilaði á Íslandi að mig mynnir 2000 eða 2001 á Grand Rokk. Frábært band og fyrrum meðlimir þess eru að gera ágætis hluti í dag. En af hverju var tónlistaráhugamaðurinn Einar ekki á Laibac í kvöld, maður spyr sig.

Comments are closed.