U2

U2Við Hildur erum á morgun að fara að sjá U2, sem verða að spila í United Center, sem er Chicago Bulls höllin. Þetta eru síðustu af fjórum tónleikum, sem þeir halda hérna í Chicago. Það seldist einmitt upp á flessa fjóra tónleika á tæpum klukkutíma.

Líklega verða um 30.000 manns á hverjum tónleikum. Það er búinn að vera draumur hjá mér að sjá U2 alveg síðan ég man eftir mér. Einnig er frábært að þeir séu að fylgja eftir jafn góðri plötu og “All that you can’t leave behind” er. Það verður gaman að heyra “Beautiful Day”, “Walk On”, “Stuck in a moment”, ásamt öllum gömlu lögunum.