Úfff, sunnudagur

Mikið óskaplega geta sunnudagar verið erfiðir dagar. Á dögum sem þessum sakna ég alveg ofboðslega þess tíma þegar ég varð aldrei þunnur.

Fyrst þegar ég byrjaði að drekka áfengi drakk ég ávallt vodka. Ég mætti alltaf í partí með flösku af Stolla og Brazza. Drakk minn skammt, varð voða hress og vaknaði svo daginn eftir alveg eldhress. Varð aldrei þunnur, enginn hausverkur, engin magapína, ekki neitt.

Núna drekk ég hins vegar bjór. Helst bandarískan bjór, meira að segja helst Light bjór (btw, ekki með minna áfengi, heldur færri kalóríur). Núna verð ég hins vegar alltaf þunnur. Ég fæ alltaf hrikalegan hausverk, sem mér tekst aldrei að losa mig við. Í dag hef ég til að mynda tekið 6 Excedrin töflur, en ekkert virkar.

Reyndar minnkaði hausverkurinn eitthvað við það að ég fór í fótbolta. Þar var ég laminn (reyndar óvart) af fyrrverandi sjónvarpsstjóra Skjás Eins og því er ég nú með þetta flotta glóðarauga. Ég þó losnaði við hausverkinn í dágóða stund en núna er hann eiginlega kominn aftur. Vá, ég held að ég hafi ekki verið með glóðarauga síðan ég var 10 ára.

4 thoughts on “Úfff, sunnudagur”

  1. Mín húsráð eru hætta að drekka 1-2 tíma fyrir svefn, helst taka 20-30 minutna göngutúr einnig. Borða vel 1klst fyrir svefn. Svínvirkar fyrir mig og ég drekk Tékkneskan bjór einsog mér sé borgað fyrir það :blush: B.t.w. snilldarsíða, ég fylgist reglulega með..

  2. Ja, nu vaeri gott ad bua i Ameriku thar sem til eru lyf sem laekna allt. Fekk mer sakleysilegan Alka-Seltzer a dogunum, nanast ad astaedulausu, svaf svo i 14 tima. Las svo smaa letrid – “Includes sleep aid medicine”.

    Ae, thad ma ekki tala bara illa um Ameriku, ekki er allt vont thar. Godir kennarar og skolar (en ekki alveg okeypis), rosafinn klosettpappir (en samt bara i utvoldum verslunum). Hmm, eitthvad fleira? Nei held ekki. Hey, eg gleymdi naestum – Thad er rosa spenno ad i 10-15 minutna gongu fjarlaegd fra heimili minu i midborg Boston er reglulega myrt svart folk. Alveg meirihattar. I thessum manudi er t.d. buid ad drepa a.m.k. 3-4 a thessu svaedi, thar af 2 i subwayinum.

    Ja, thad verdur sjalfsagt oskaplega leidinlegt ad flytjast fra Ameriku, jafnvel thott madur thurfi ekki lyfsedla fyrir dopi 🙂

    Hmm, einhvern veginn tokst mer ad troda kritik a Ameriku i thessi ummaeli alveg ad astaedulausu. Way to go

Comments are closed.