Uppskriftahorn Einars

Þessa dagana getur maður varla verið maður með mönnum meðal veitingastaðaeiganda ef maður gefur ekki út matreiðslubók. Ég hef ekki alveg ímyndunarafl í það en hérna er samt snilldar uppskrift.

1 Findus Oxpytt frystiréttur (kartöflur og kjöt)
1 dós af maískorni
4 eggjahvítur

Oxpyttið og maískornið er sett á pönnu. Eftir smá stund er svo búið til smá pláss á pönnunni og eggjahvítunum hellt þar. Þegar þær eru orðnar hvítar þá er þeim blandað saman við hitt.

Þetta er fullkomið fyrir þær stundir þegar maður nennir varla að elda. Tekur bara 5 mín og maður þarf ekki einu sinni að standa yfir þessu. Hollt og gott!! Og skammturinn dugði mér meira að segja í máltíð í gærkvöldi og aftur í kvöld. Þvílík snilld!!

Ó mér langar að djamma. Lítur þó ekki vel út með kvöldið. Djö!

2 thoughts on “Uppskriftahorn Einars”

  1. Namm, hljómar vel. Ótrúlega líkt þeim uppskriftum sem ég vann með á meðan ég dvaldi í London.

Comments are closed.