Vá!

Vá…

– Vá Hvað ég er orðinn brúnn!
– Vá! Ryan í OC var að verða **átján**. Gaurinn, sem leikur hann er ári yngri en ég.
– Vá hvað ég datt gjörsamlega úr öllu formi í þessum veikindum. Ég reyndi að hlaupa eftir Ægissíðunni áðan og var næstum örmagna eftir korters skokk.
– Vá hvað I’m the Ocean með Neil Young og Pearl Jam er gott hlaupalag.
– Vá hvað mig langar í [svona dót](http://www.apple.com/ipod/nike/).
– Vá hvað líf mitt er flókið og skrýtið akkúrat núna. Það er sóun að eyða fáu sólskinsdögunum á Íslandi í vesen.
– Vá hvað ég er búinn að skipta oft um skoðun á því hvert ég ætla að fara í ferðalaginu mínu. Skrifa sennilega um það um helgina.
– Vá, ég trúi því varla að ég á 10 daga eftir í vinnunni minni.