Fyrir [fimm árum](https://www.eoe.is/gamalt/2001/08/02/16.31.09/) stóð ég ásamt 20.000 manns í almenningsgarði í Chicago og horfði á Radiohead á bestu tónleikum ævi minnar. Þar heyrðu ég líka í fyrsta skiptið uppáhaldslagið mitt með sveitinni.
Ég vissi ekki fyrr en í kvöld að það væri til upptaka af þeirri stund, en internetið er magnað. Gaurinn, sem er að taka myndbandið sýnir m.a. skýjakljúfana og umhverfi Grant Park. Þessir tónleikar voru svo ótrúlega æðislegir að ég get varla lýst því.
Lagið True Love Waits hefur aldrei komið út í stúdíó útgáfu – heldur eru bara til
tónleikaútgáfur af því. Thom Yorke hefur aldrei verið betri.
Fyrir áhugasama, þá er hér MP3 af laginu – tekið af *I Might Be Wrong*
[True Love Waits – MP3 – 4,6MB](https://www.eoe.is/stuff/truelovewaits.mp3) – erlent niðurhal
Njótið.