Vaknaðir?

Jæja, Ingvi Hrafn [er vaknaður](http://hrafnathing.blog.is/blog/hrafnathing/#entry-145535)

>Þið liggur við að fylgisaukning vinstri grænna sé hætt að vera fyndin og allt í einu setji að manni hroll við tilhugsun um að þetta fólk gæti komist til áhrifa í þjóðfélaginu og kallað yfir okkur kjarnorkuvetur í efnahagsmálum.

Hvenær ætli aðrir Sjálfstæðismenn hætti að gleðjast yfir fylgistapi hjá frjálslyndum jafnaðarmannaflokki og byrji að átta sig á því að næst stærsti flokkur landsins er sósíalistaflokkur, sem er eins ósammála þeim í efnahags-, varnar- og utanríkismálum einsog hægt verður að komast?

5 thoughts on “Vaknaðir?”

 1. Hvernig ferðu að því að blogga úr framtíðinni? Núna er klukkan 12:40 og skv. þessari færslu þá:

  Einar Örn uppfærði kl. 13:14

  Vildi bara benda þér á þetta.

 2. Takk fyrir þetta, Jónas. Klukkan í Movable Type fór í eitthvað rugl í kjölfar breytingana á tímanum í USA. Ég var búinn að breyta þessu á Liverpool hlutanum, en gleymdi minni eigin síðu.

 3. En fyndið; ekki datt mér í hug að einhver myndi vitna í þessi orð Ingva Hrafns um kjarnorkuveturinn sem orð í tíma töluð.

 4. He he, ég vil nú ekki meina að Ingvi Hrafn hafi mikið fyrir sér með þessum orðum, né þeir sem eru núna að dæla út fáránlegum hræðsluáróðri á nokkrum Moggabloggum varðandi það hvernig allt muni fara til fjandans með vinstri stjórn.

  Pointið var bara að það verður gaman að sjá Sjálfstæðismenn vakna upp á næstunni sveittir yfir því að VG geti hugsanlega leitt næstu ríkisstjórn. Ingvi Hrafn virðist vera sá fyrsti – en þeir hljóta smám saman að hætta að hlæja að Samfylkingunni og byrja að óttast það að róttækur vinstri flokkur ráði hér mestu.

  Ég held líka að þessi færsla hans Ingva Hrafns gefi dálítið forsmekkinn af þeim hræðsluáróðri, sem á eftir að vera rekinn á næstunni.

 5. Já það er ég alveg viss um og þetta byrjaði strax eftir landsfund VG.

  Sjálfstæðismenn reyna kannski að orna sér eitthvað við minnkandi fylgi Samfylkingar en þeir hljóta að taka vel eftir því hvað þeirra eigin flokkur mælist lágt í leiðinni. Það hefði enginn trúað því allt þetta kjörtímabil að svo gæti farið að flokkurinn fengi aftur bara 33-34% fylgi.

Comments are closed.