Veður

Í morgun vaknaði ég í sólskini og 20 stiga hita í Stokkhólmi.

Áðan þegar ég var að keyra uppá Landsspítala til mömmu gat ég hins vegar ekki betur séð en að það snjóaði í Reykjavík!

Allavegana, set inn ferðasögu í kvöld eða á morgun. En fyrst er það parketlögn hjá vini mínum. Parketlagningarhæfileikar mínir eru það stórkostlegir að aðeins nokkrum klukkutímum eftir að ég lendi á Íslandi er ég beðinn um að koma að leggja parket.

3 thoughts on “Veður”

  1. Jammm, ég er allavegana heppinn með að búa ekki útí sveit. En samt, þá var haglél fyrir utan gluggann minn í morgun.

    Ég er strax farinn að sakna Stokkhólms. 🙁

  2. úff hvað er málið?? Var í köben um helgina, sól og blíða þegar ég fór þaðan en snjókoma þegar vélin lenti í Keflavík í gær!!!

Comments are closed.