Viðbjóður!

Sé að siðustu 8 færslur hafa fjallað um bandarísk stjórnmál. Ég er enn fúll yfir þessum úrslitum, en nenni ekki að skrifa um þau í bili.

Annars á kosninganóttina þá fór ég á kosningavöku í boði bandaríska sendiráðsins í Listasafni Reykjavíkur. Jens hafði reddað okkur Emil á boðslistann þar. Það partí var svosem fínt. Budweiser bjór og pizzur í boði, svo ég var alsæll.

Þar sem ég var með útlending í heimsókn í vinnunni og hafði ekki komist heim á milli, þá mætti ég á staðinn einsog besti SUS-ari *í jakkafötum*. Við entumst þó ekkert voðalega lengi þarna. Magnaða við þetta allt var þó að það var *fullt* af sætum stelpum þarna. Hvern hefði grunað?


Annars er ég að fara til útlanda á laugardaginn. Fer til Manchester í boði S1, þar sem ég mun horfa á viðbjóðinn frá Manchester spila við Manchester City á Old Trafford. Verð þarna í þrjá daga. Ljómandi skemmtilegt alveg hreint. Sjá nánar um þessa ferð [hér](https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2004/11/04/22.14.07/)


Annars fékk ég email frá góðum bandarískum vini mínum í dag. Það var stutt og laggott: “there goes any possibility of convincing anyone that Americans aren’t selfish, ignorant fucks. what’s the reaction there like?”

Jammm…

6 thoughts on “Viðbjóður!”

  1. Sko, eiga ekki öll dýrin í skóginum að vera vinir??? Ég er MUFC aðdáandi og finnst alveg óþarfi að skrifa svona um mína menn 😉 Mæli reyndar með því að MUFC menn og konur og LFC menn og konur standi saman að því að koma Arsenal óbjóðnum á kné og senda þá niður í fyrstu deild.
    (Þegar ég segi að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir þá teljast að sjálfsögðu Arsenal ekki til þeirra :biggrin:)

  2. Neibbs, sorrí Heiða. Man U mun ávallt vera kallaður viðbjóður á þessari síðu 🙂

    Hitt er svo annað mál að Arsenal og Chelsea fara sífellt meira í taugarnar á mér, sérstaklega Chelski.

  3. ég bara á ekki til aukatekið orð. nágrannaslagur dauðans. god demn it. hjá hverjum þurftiru að sofa til að fá þessa miða ? 😡

  4. Engum, þetta er í boði Skjás Eins. Þeir eru að bjóða fólki úr hinum ýmsu fyrirtækjum, sem sjá um að kaupa auglýsingar á stöðinni. 🙂

  5. Dísús…..þú hlýtur að hafa gert einhverjum “einshverskonar” greiða.. trú ekki að þeir hafi bara verið að gefa miða!! Má ég koma með þér annars? 🙂 :biggrin2:

Comments are closed.