Vikan búin

Vá, hvað þetta er búin að vera vangefin vinnuvika. Ég hef aldrei farið að sofa fyrir klukkan 1 og aldrei komið heim úr vinnunni fyrir klukkan 7. Þannig að ég er frekar þreyttur í lok vikunnar. Verð að hrista það úr mér enda er starfsmannapartí á Serrano í kvöld.

Annars, þá er nýja myndbandið með Britney æææææææði!!! Mæli sérstaklega með því fyrir alla Britney aðdáendur (Emil, Friðrik, o.s.frv.). Ó, ég er ástfanginn af Britney!!!

Fyrir alla, sem vilja komast í stuð fyrir kvöldið, þá er ekkert betra en að skella Strokes á fóninn. Reptilia er lag dagsins. Ef þú kemst ekki í stuð við að hlusta á það lag, þá er eitthvað mikið að heima hjá þér.

2 thoughts on “Vikan búin”

  1. Ok, lagið er kannski ekki besta lag í heimi. En það eru umbúðirnar sem skipta máli 🙂

    Farðu bara ekki að gagnrýna Britney útlitslega. Þá ertu kominn útá hálan ís 🙂

Comments are closed.