Vitleysa

Ég var að skoða pólítík.is og fann þar þessa miklu speki:

Á frídeginum er einnig mikið um að vera. Sundstaðir fyllast, ísbúllur blómstra, öndunum er gefið, kaffihúsin iða af lífi, garðurinn er tekinn í gegn, bakaríin eru tæmt, pizza er pöntuð heim, hraðbankarnir eru tæmdir, bíllinn er þveginn og fylltur af bensíni fyrir bíltúrinn og kvikmyndahús eru nýtt til hins ýtrasta.Frídagar í miðri vinnuviku auka ekki einungis hagvöxt með aukinni neyslu heldur einnig lífsgleðina en einmitt sú gleði er ástæðan fyrir því að við erum að þessu öllu saman. Rómverjarnir vissu nákvæmlega hvernig gera átti hlutina. Þeir héldu hátíð þriðja hvern dag.

Maðurinn, sem skrifar þetta mun án efa bylta öllum hugmyndum hagfræðinga hingað til. Samkvæmt þessari kenningu væri hægt að hafa frí allt árið kaupa bara nógu mikið og þá myndi hagvöxturinn slá öll met.