Yfir hverju á ég að hneykslast núna?

Úff, ég er sennilega farinn að skrifa alltof mikið um sjónvarp síðustu daga. Dálæti mitt á raunveruleikasjónvarpsþáttum ætlar engan endi að taka. Ef að bara Skjár Einn myndi að byrja að sýna snilld einsog Elimidate, þá gæti ég skrifað um sjónvarp á hverjum degi.

Hmm….. lítum á aðalþættina þrjá

Queer Eye byrjaði aftur á þriðjudaginn og var ég ýkt spenntur. Carson fór á kostum einsog vanalega. Þegar að hann sá að það var ennþá þjófavörn á stígvélum sem gaurinn var að prófa sagði hann “I don’t like the security tag, it’s too much of a Winona Ryder look”. Ef þessi gaur er að koma með þessa brandara á staðnum, þá er hann mesti snillingur ever.


America’s Top Model er að klárast, núna eru bara þrjár stelpur eftir. Þátturinn í gær toppaði ansi margt. Stelpurnar fóru á date með einhverjum frönskum pepperum. Einsog allar venjulegar stelpur gera, þá tók Robin sækó Biblíuna með sér á stefnumótið. Til að sýna vanþóknun sína á frönskum karlmönnum, þá las hún Biblíuna í limósínunni meðan hin töluðu saman.

Hveru vangefinn þarf maður að vera til að taka Biblíu með sér á stefnumót? Ég er reyndar pottþéttur á því að ef ég fer einhvern tímann á blint stefnumót á ævinni, þá ætla ég að taka Biblíu með mér. Svo þegar að stelpan færi á klósett myndi ég taka upp Biblíuna og vera að lesa í henni þegar hún kæmi til baka. Það væri ekkert smá fyndið að sjá svipinn á stelpunni þá. Síðan myndi ég vitna í Biblíuna í öllum samtölum.


Svo horfði ég á endursýningu á Paradise Hotel í gærkvöldi. Þessir þættir hafa alltaf lofað góðu, en samt aldrei orðið sú snilld sem ég vonaðist eftir. Aðallega vegna þess að fólkið í þættunum er ekkert voðalega spennandi. Það gerir fátt annað en að væla. Til dæmis er þessi Zack nett pirrandi, hann er alltaf að reyna að fá aðra til að vorkenna sér vegna erfiðrar æsku og bla bla…

Svo er þessi Toni alveg að pipra, sérstaklega þegar hún var að grenja á afmælisdeginum yfir því að hún væri 28 ára og ennþá single. Það var ekki efnilegt. Svo er hún alltaf að níðast á ljóta gaurnum, sem er ekki fallega gert.

Svo er það náttúrulega líka vandamál að stelpurnar eru ekkert rosalega miklar gellur. Þessi Kristin og Tara eru sætar, en hinar eru frekar sjúskaðar. Gaurarnir eru líka ekkert til að hrópa húrra fyrir að mínu mati. Gaurinn, sem kom inn núna átti að vera voða sjarmör, en hann var með 10 millimetra á milli augnanna, sem mér finnst ekki beint heillandi look. En ég meina hey, ég er gagnkynhneigður karl, þannig að ég er kannski ekki dómbær á þetta.


Úje, minna en vika þangað til að Spring Training byrjar. Hver þarf fótbolta þegar maður hefur baseball?

7 thoughts on “Yfir hverju á ég að hneykslast núna?”

 1. Ég er líka “hooked” á Paradise Hotel… Beau er minn maður, hann er sætur og virkar einna mest “solid” á mig af þessu liði… en sammála með Zack og Toni, hvað er eiginlega að þessu liði??? Annars er uppbygging þáttarins dáldið asnaleg, þetta gengur ekki almennilega upp, fólkið sem byrjaði hefur að mestu haldið sér og nýir þátttakendur hafa átt erfitt uppdráttar. En ég var fegin að losna við Amöndu, hún reyndist nú meiri tíkin!!! (smá útrás hérna, ótrúlegt hvað maður hefur gaman af því að ræða svona þætti) 🙂

 2. Ekki hefði ég haldið að einhver gæti bloggað meira um raunveruleikasjónvarp en ég, — ætli það þurfi ekki afvötnunarstöðvar eftir nokkur ár, :biggrin:

 3. Carson ER snillingur! Vonnlænerarnir sem velta upp úr honum, þetta er bara æði. Líka bara hvernig hann er, algjört everyday one man stand up show. Annars er það ein mesta snilldin við þættina sem skemmtiefni (fyrir utan allt “fræðslugildið” :wink:), hvað þeir eru kaldhæðnir og hreinlega nasty stundum. Svo er húmorinn líka svo spondant og ófyrirséður, sem er fágætur eiginleiki í bandarísku afþreyingarefni.

  B.t.w. þú sem svona fellow QE4SG-fan, hefurðu áttað þig á því hvað Jai er að gera þarna? Er hann notaður í að bera húsgögnin eða svaf hann bara hjá rétta aðilanum?

 4. Jai er náttúrulega kúltúr gaurinn. Hann hefur kennt gaurunum að dansa, að bera sig í matarboði og slíkt. Svo hjálpar hann greinilega líka við að bera húsgögn og mála og svona 🙂

  Snilldin við Carson er einmitt hvað þetta virðist óundirgbúið. Þetta bara veltur uppúr honum og hann setur sig ekki einu sinni í stellingar þegar brandararnir koma, þeir koma bara allt í einu.

  En Soffía: Beau, come one! Það sýnir kannski hversu sjúskaðir gaurar þetta eru þarna. Hef aldrei séð menn fá flogaköst yfir því að það sé gripið frammí fyrir þeim og tekið það sem einhverja stórkostlega óvirðingu við sinn persónleika. Sækó lið sko.

 5. Ég var að horfa á gamla þætti um daginn og sá að það var e-r svertingi sem var kúltúrgaurinn í fyrstu en síðan hefur honum verið skipt út fyrir núv. kúltur-gaur!

  Sýnir manni kannski hvað þessir kúltúr-gaurar eru mikið aukaatriði? Ég hafði allavega ekki tekið eftir þessari skiptingu!

  Hann er kannski, eins og Ágúst bendir á, handlangari fyrir innanhúsarkitektinn Thom sem lendir einhvernvegin alltaf í mestu vinnunni.

  Þeir hafa aldrei valið gaur sem er alveg vonlaus í flestu en á geðveikt flotta íbúð?

  Ætli það sé vegna þess að húsgagnabúðir borgi svona vel???

  Já, sáuð þið nokkuð Bachelorette Wedding í gær??? Það var ógeðslega fyndið þegar hún fékk MMS myndskilaboð frá elshuganum sínum, það var alveg súmmað inná T-mobile merkið og síðan talað um farsíma í svona 1 mín …gott plögg!!! Ekkert áberandi???

 6. Þessi svarti kom bara inn fyrir Jai í einum þætti. Annars hefur Jai alltaf verið kúltúrgaurinn.

  Maður hefur séð hvernig product-pleismentið hefur aukist þátt frá þætti í QEFTSG. Kynan er alltaf t.d. alltaf að mæla með einhverjum byltingarkenndum raksturs-vörum.

 7. Það er Thom sem í raun og veru skiptir mestu máli í meikóverinu en hinir eru fyrst og fremst með vegna þess að þetta er sjónvarpsþáttur, amk er það mín kenning.

Comments are closed.