Nýtt slagorð fyrir Ísland – og myndavélakaup

Það er nokkuð ljóst að það þarf mikinn markaðssnilling til að lokka bandaríska ferðamenn til Íslands þessa dagana, þar sem að stór bjór kostar nú 10 dollara á íslenskum veitingastöðum. Einnig gerir ríkisstjórnin allt, sem hún getur gert til að bæta orðspor landsins með aðgerðum sínum. Því ætla ég að leggja til nýtt slagorð, sem Icelandair gæti nýtt sér:

ICELAND: We kill whales and give citizenships to anti-semites.

Þetta hlýtur að laða Bandaríkjamenn til landsins.


Annars, þá er ég núna *alvarlega* að spá í að kaupa mér nýja myndavél. [Myndavélin](http://www.axiontech.com/prdt.php?src=FG&item=12376), sem ég á í dag er í raun ágæt fyrir langflesta, en ég er búinn að sakna þess gríðarlega að geta ekki gert meira með vélina. Ég á gamla EOS filmumyndavél, sem mér fannst algjört æði, en ég nota einfaldlega ekki lengur filmu. Hef því notað digital vélina, en sakna þess verulega að geta ekki gert sömu hlutina á hana og ég gat gert á gömlu EOS vélinni.

Ég sá að Canon voru að setja á markað [nýja tegund af EOS Rebel](http://consumer.usa.canon.com/ir/controller?act=ModelDetailAct&fcategoryid=139&modelid=11154). sem mér líst rosalega vel á. Virðist vera góð uppfærsla frá gömlu Rebel vélinni. Ég hef átt Canon vélar síðan ég var lítill krakki, en hef verið að velta því fyrir mér hvort það sé þess virði að skipta yfir í Nikon. Er eiginlega ekki tilbúinn í að gera það nema þær séu talsvert betri.

Hefur einhver reynslu af þessu? Á ég kannski að kaupa mér einhverja aðra Canon vél? Ég kaupi mér ekki myndavél á hverjum degi (átti EOS vélina í 10 ár áður en ég keypti mér næstu vél), þannig að ég er tilbúinn að eyða ágætis pening í nýja vél.

Ég í útvarpinu

Ég verð gestur í þættinum Fótbolti.net á XFM 91,9 klukkan 13.30 á morgun laugardag. Mun ég þar tjá mig um málefni [besta fótboltaliðs í heimi](https://www.eoe.is/liverpool/). Hvet alla til að hlusta. Ég hef nefnilega alveg einstaklega sexí rödd.


**Uppfært (Einar Örn):** Hérna er svo viðtalið: [XFM – Fótbolti.net](https://www.eoe.is/liverpool/xfm.mp3) (MP3 – 27mb innanlands)

Ég gefst upp

Ok, það er alveg ljóst að það virkar ekkert til að hamla þessu spam rusli. Ég hef hent út 10 kommentum í dag, en akkúrat núna eru komin þrjú komment, sem voru ekki áðan. Þannig að þetta er vonlaust. Þetta verður bara að vera svona þangað til að ég fæ einhverja sniðuga lausn á þessu helvíti. Ég hugga mig við það að sennilega munu þessir SPAM-arar, sem ofmeta áhuga lesenda þessarar síðu á þýsku barnaklámi, allir brenna í helvíti.


Annars mæli ég með [þessari færslu hjá Andrew Sullivan](http://www.andrewsullivan.com/index.php?dish_inc=archives/2005_01_02_dish_archive.html#110507592034498463).

Já og ég mæli líka með Neil Young, hann er snillingur. Fyrir nokkrum árum tók ég kast og keypti mér fulltaf plötum með honum. Núna er ég búinn að vera að renna þessu í gegn. Fyrir mörgum árum hlustaði ég gríðarlega mikið á [Harvest](http://www.amazon.com/exec/obidos/tg/detail/-/B000002KD1/qid=1105300289/sr=8-1/ref=pd_csp_1/103-6728173-3002217?v=glance&s=music&n=507846) og núna um helgina er hún búin að vera í mikilli spilun. Æðisleg plata, sem allir ættu að eiga.


Fyrir okkur Makka nörda þá er [þetta](http://dms.tecknohost.com/macrumors/i/ihome/) spennandi ef að myndirnar reynast ófalsaðar.

**Uppfært**: og hálftíma seinna eru kommentin orðin 10. Ég þarf ekki í fokking megrun og ég þarf ekki að nota viagra. Og mig langar ekki að spila póker á netinu. Af hverju geta þessir fábjánar ekki skilið það og látið síðuna mína í friði? Djöfull fer þetta í taugarnar á mér!

Klámfengin bjórauglýsing?

Ég ætlaði að skrifa um fréttina á Stöð 2 um bjórauglýsingu Faxe ([sjá frétt hér](http://media.gagna.net/uskefnistod2/clips/2004_12/1546/frett12.wmv)), þar sem talsmaður femínista sagði auglýsingu frá Faxe bjór vera að ýta undir klámvæðingu og að auglýsingin gefi í skyn að það sé í lagi að hella stelpur fullar til þess eins að ná þeim í bólið.

Ég er löngu hættur að furða mig á viðkvæmni femínista, en ætlaði þó að skrifa um þetta mál. Ég komst svo að því í morgun að [Stefán Pálsson skrifar akkúrat það, sem mig langaði að skrifa um málið](http://kaninka.net/stefan/011604.html). Ég mæli með grein hans.

Það er fáránlegt að túlka það svo að áfengi sé eitthvað, sem karlmenn noti bara til að ná til sín saklausum stelpum í bólið. Femínistar vilja alltaf túlka hlutina á versta veg, en heimurinn er ekki svo einfaldur.

Er það nefnilega ekki málið að stelpur nota áfengi til að losa um hömlur alveg einsog strákar? Ég hef ekki orðið þess var að það þurfi mikið átak hjá okkur körlum til að hella íslenskar stelpur fullar, þær sjá alveg fyrir því sjálfar. Ég veit að nokkur af þeim samböndum, sem ég hef verið í, hafa byrjað þegar áfengi hefur verið haft um hönd. Í nokkrum tilvika var það áfengi, sem hjálpaði viðkomandi stelpum að fá í sig kjark til að taka af skarið og einnig hefur það hjálpað mér.

Ég spyr þá, er eitthvað að því? Einsog Stefán [skrifar](http://kaninka.net/stefan/011604.html): *”Fólk má alveg hafa þá skoðun að æskilegast væri að öll pör kynntust í strætó eða yfir kakóbollum – en það er fráleitt að loka augunum fyrir veruleikanum.”*

Flensfaraldur, Haraldur

Ef þið vissuð það ekki fyrir, þá erum við víst öll að fara að deyja úr [flensu](http://www.iht.com/articles/2004/11/29/news/flu.html) á næstu mánuðum:

>the death toll could exceed one billion if the disease were to spread rapidly among people

Þetta er nú aldreilis hressandi fréttir (via [MeFi](http://www.metafilter.com/mefi/37371))