Nýtt slagorð fyrir Ísland – og myndavélakaup

Það er nokkuð ljóst að það þarf mikinn markaðssnilling til að lokka bandaríska ferðamenn til Íslands þessa dagana, þar sem að stór bjór kostar nú 10 dollara á íslenskum veitingastöðum. Einnig gerir ríkisstjórnin allt, sem hún getur gert til að bæta orðspor landsins með aðgerðum sínum. Því ætla ég að leggja til nýtt slagorð, sem Icelandair gæti nýtt sér:

ICELAND: We kill whales and give citizenships to anti-semites.

Þetta hlýtur að laða Bandaríkjamenn til landsins.


Annars, þá er ég núna *alvarlega* að spá í að kaupa mér nýja myndavél. [Myndavélin](http://www.axiontech.com/prdt.php?src=FG&item=12376), sem ég á í dag er í raun ágæt fyrir langflesta, en ég er búinn að sakna þess gríðarlega að geta ekki gert meira með vélina. Ég á gamla EOS filmumyndavél, sem mér fannst algjört æði, en ég nota einfaldlega ekki lengur filmu. Hef því notað digital vélina, en sakna þess verulega að geta ekki gert sömu hlutina á hana og ég gat gert á gömlu EOS vélinni.

Ég sá að Canon voru að setja á markað [nýja tegund af EOS Rebel](http://consumer.usa.canon.com/ir/controller?act=ModelDetailAct&fcategoryid=139&modelid=11154). sem mér líst rosalega vel á. Virðist vera góð uppfærsla frá gömlu Rebel vélinni. Ég hef átt Canon vélar síðan ég var lítill krakki, en hef verið að velta því fyrir mér hvort það sé þess virði að skipta yfir í Nikon. Er eiginlega ekki tilbúinn í að gera það nema þær séu talsvert betri.

Hefur einhver reynslu af þessu? Á ég kannski að kaupa mér einhverja aðra Canon vél? Ég kaupi mér ekki myndavél á hverjum degi (átti EOS vélina í 10 ár áður en ég keypti mér næstu vél), þannig að ég er tilbúinn að eyða ágætis pening í nýja vél.

10 thoughts on “Nýtt slagorð fyrir Ísland – og myndavélakaup”

  1. Þessi nýja rebel vél er helvíti flott, kom mér samt á óvart hvað hún er lítil. Ég er handsmár og fannst hún samt í minna lagi. Ég myndi handleika hana áður en þú tekur ákvörðun. Þar sem ég geri ráð fyrir að þú eigir sand af seðlum er spurning hvort þú ferð ekki bara beint í 20D. Það er töluverður munur á þessum vélum í hendi en lítill munur á myndgæðum.

    Ég myndi semsagt ráðleggja þér að prófa að halda á rebel vélinni, ef hún “passar” skaltu kaupa hana og nota mismuninn í linsur og flass. Ef hún passar ekki held ég að 20D sé málið fyrir þig.

    Annars mæli ég sjálfur með Nikon D70, tel að hún sé að ýmsu leiti betri en Rebel vélarnar, líka þessi nýja og hún er töluvert ódýrari en 20D. Hér er samanburður á D70 og nýju Rebel vélinni D70 “kittið” er mun betra þar sem linsan sem fylgir vélinni er í öðrum gæðaflokki en Canon kitt linsan. Sjálfum finnst mér mun þægilegra að höndla Nikon vélarnar en líklega er það bara spurning um æfingu. Ef þú átt Canon dót er engin ástæða til að skipta.

    ps. Það vantar enn preview fítus 😉

  2. Takk fyrir þetta, Matti. Ég verð reyndar að segja að það heillaði mig við Rebel vélina að hún var léttari og fyrirferðarminni. Þar sem ég ferðast talsvert mikið, þá er það mjög mikilvægt fyrir mig. En ætli ég verði ekki að prófa að taka utan um hana til að ákveða mig.

    Varðandi muninn á 20D og Rebel, þá er um 60% verðmunur á þeim tveim. Rebel kostar 1000 dollara, en 20D um 1600 dollara. Sá [þennan samanburð](http://bobatkins.photo.net/photography/digital/eos_digital_rebel_xt_vs_20d.html) á vélunum, en get í raun ekki ákveðið mig byggt á þeim samanburði. Það er enginn svakalegur munur á þeim að mér finnst.

    En 20D er þá væntanlega betri en Nikon vélin, eða hvað? :confused:

  3. Ég á sjálfur 35mm Canon og er algjör íhaldsmaður hvað það varðar. Læt skanna filmurnar þegar ég læt framkalla. Trúi ekki á digital vélar; yfirlýstar myndir og léleg ljósop eru ekki minn stíll :biggrin:

    Annars hef ég prófað “litla bróðurinn” hjá Canon, man ekki hvað hann heitir en hún er með nánast sömu fídusa hvað varðar stillingar. Skemmtilegasta digital-vél sem ég hef séð. Var raunverulega hægt að fikta við myndirnar og forðast yfirlýsingar og vitlausan auto-shutter.

  4. Betri að mörgu leyti, ekki öllu. Hærri upplausn (8MP/6MP), hraðvirkari (5fps/3fps). Betur byggð þó D70 sé solid. Eitt sem stuðar suma eigendur 20D (tja, a.m.k. tvo) sem ég hef rætt við er hversu hátt heyrist í speglinum þegar maður tekur mynd (sjá hér).

    Nikoninn hefur (að flestra mati) betra metering (hvernig myndavélin mælir senuna og stillir ljósp/hraða útfrá því) og flash kerfi. Auk þess kann ég töluvert betur við það hvernig maður stjórnar Nikon, en það er að sjálfsögðu bara mitt mat.

    Ég myndi segja að 20D sé betri, en ekki $500 betri.

    Ef þú átt Canon linsur og aukahluti og getur notað þá skalltu ekkert spá í þessu og kaupa þér Canon. Annars myndi ég prófa að handleika vélarnar, það er nefnilega það sem skiptir mestu máli, hvernig þær láta að stjórn. Myndgæðin í þessum vélum eru í öllum tilvikum mjög góð.

    Svo er málið bara að lesa dpreview upp til agna.

    Það er hægt að pæla ógeðslega mikið í þessum málum 🙂

  5. Trúi ekki á digital vélar; yfirlýstar myndir og léleg ljósop eru ekki minn stíll

    Hér hefur Nikon vinningin, a.m.k. hvað varðar yfirlýsar myndir, því Nikon DSLR vélarnar eru stilltar þannig að þær yfirlýsi ekki. Stafrænar vélar hafa ekki sama “dynamic range” og sumar filmur.

    Þegar Ágúst talar um “léleg ljósop” er hann væntanlega að tala um litlar stafrænar vélar, ljósop er eiginleiki linsunnar en ekki myndavélarinnar að því ég best veit 🙂

  6. Ég get sagt svo mikið að ég hef ekki hugmynd um það hvar ég á að byrja.

    Ég er Canon maður eins og þú og hef alltaf verið. Mér finnst body hönnun og sensorinn vera mun skemmtilegri á Canon vélunum heldur en á öðrum vélum. Þær hafa alltaf reynst mér vel og ég hef alltaf verið sáttur með þær þannig að ég sé enga ástæðu til að skipta héðan í frá.

    Þegar maður er í þessum bransa á fullu þá fer maður að læra það fljótt að léttar vélar eru einfaldlega ekki eins góður kostur og þyngri vélar. Mér finnst að fólk ætti ekki að hugsa “Ég þarf létta vél vegna þess að ég er alltaf að ferðast og svona..”. Mér finnst þetta vera akkúrat öfugt í þessu tilfelli. Vélar eins og 10D og 20D sem eru með magnesium allow body sem er muuuuun sterkara heldur en plastið sem Rebelinn er með. Hlutirnir í vélinni eins og Shutterinn er miklu sterkari í 20D vélinni en Rebelnum. Ég veit um 2 dæmi þar sem shutterinn hefur losnað eða beyglast í 300D vélinni á ferðalögum vegna þess að hann þoldi bara ekki áreitið sem ferðalög leggja á vélarnar. Það er 25 þús kr viðgerð þar á ferðinni. Einnig þolir 20D vélin mun fleiri skot heldur en Rebel, vinur minn notaði 300D vél í atvinnumyndatökur. Shutterinn rifnaði í 30.000 skotum. Ég tók um 70.000 þús myndir á mína 10D vél áður en ég seldi hana og þeir hjá Beco sögðu að ekkert væri farið að gefa sig þegar þeir yfirfóru hana.

    Ég gæti skrifað ENDALAUST um þessi mál en ég tala af reynslu þegar ég segi að 20D vélin er muuun sniðugari kostur en Rebel. Hún er dýrari og munurinn virkar kannski ekki mikill tæknilega séð en hún er MIKIÐ seigari og sterkari smíði (body + shutter) en Rebellinn og það skilar sér til baka, margfalt. Turst me on this one 🙂

  7. Hef verið að skoða tvær aðrar týpur, Olympus Evolt E300 8MP Digital SLR með einhverri ódýrri linsu kostar u.þ.b US$1000 á Amazon og hins vegar Konica Minolta Dimage A200 8MP Digital Camera with Anti-Shake 7x Optical Zoom sem kostar u.þ.b. US$ 700 án linsu.

    Hafa menn einhverja skoðun á þessum týpum samanborið við Canon og Nikon af svipuðu kaliberi??

  8. Takk kærlega, Sigurjón!

    Og Ívar, ég hef ekki skoðað þessar vélar, hef haldið mig bara við Nikon og Canon. En kannski hinir hafi skoðað þessar vélar. Samkvæmt DPReview þá eru þetta báðar mjög góðar vélar og fá báðar “recommended” stimpil frá þeim.

    Nikon og Canon vélarnar, sem eru þó til umræðu, fengu “Highly Recommended”. Veit svo sem ekki hversu mikill munur er þar á.

  9. Ég mæli með því að þú lesir review um þær vélar sem þú ert að skoða á dpreview.com, og ekki svikjast um og skoða bara myndirnar og conclusion. Lesa allar síðurnar!

  10. Lét vaða á digital rebel XT. Í stað þess að kaupa D-20 keypti ég linsur fyrir US$1500 ætti að stuðla að góðum myndum.

Comments are closed.