Fullkominn endir á plötu

Kristján Atli var með [skemmtilegar pælingar á sinni síðu](http://jupiterfrost.net/index.php/a/2005/03/28/the_ending) um hvað væru bestu endalög á plötum að hans mati. Ég kommentaði hjá honum, en kommentið kom eitthvað skringilega út. Þannig að hérna eru mínar hugmyndir.

Ef að það á að velja bestu endalög á plötum, þá má að mínu mati bara telja lög, sem eru *frábær endir*á *frábærum plötum*. Ekki góð lög, sem slysast til að vera lokalag á lélgum plötum. Þetta verður að vera nokkurs konar toppur á plötunni.

Allavegana, án efa besti endir á plötu eru lögin *Brain Damage* og *Eclipse* af **Dark Side of the Moon**. Ekki nokkur einasta spurning. Ég fæ alltaf gæsahúð þegar ég hlusta á þau tvö lög.

Einnig:

*Empty Cans* af **Grand don’t come for free** með Streets
*Freebird* af **Pronounced Leh-Nerd Skin-Nerd** með Lynyrd Skynyrd
*Sad Eyed Lady of the Lowlands* af **Blonde on Blonde** með Dylan
*A Day in the Life* af **Sgt. Pepper’s** með Bítlunum
*Everything’s not lost* af **Parachutes** með Coldplay
*High Hopes* af **Division Bell** með Pink Floyd
*Oh! Sweet Nuthin’* af **Loaded** með Velvet Underground
Og svo auðvitað *Only in Dreams* af bláu plötunni með Weezer.

Þetta datt mér allavegana í hug eftir smá pælingar. Er þó ábyggilega að gleyma einhverju augljósu.

13 thoughts on “Fullkominn endir á plötu”

  1. Eitt flottasta lokalag sem ég veit um er coverið hans Nick Cave af Death is not the end í lokin á Murder Ballads

  2. Takk kærlega fyrir þetta Ásgeir, mín útgáfa af O endar bara á Eskimo. Ég er að reyna að finna þessa útgáfu, sem þú talar um.

    Og ég ætla líka að tékka á þessu, sem þið bendið á, Gunnar og Særún. Hef alltaf ætlað að hlusta á Murder Ballads en aldrei lagt í það.

  3. Til að byrja með:

    Exhausted – Foo Fighters af Foo Fighters

    Coma – Guns N´Roses af Use Your Illusion 1

    Indifference – Pearl Jam af Vs

    Of mikið grugg í itunes safninu mínu?

  4. Sem lokalag er Sara (af Desire) mun betri kandidat á þessum lista en Sad Eyed Lady…

    Hvað með The End á The Doors? Ekki það að tónleikaútgáfur af þessu lagi voru mun magnaðari.

    Hvað með Goodnight Ladies á Transformer. Yndislegt lag sem einhvern passar svo vel við um leið og það stingur algjörlega í stúf við annað.

    Annars verð ég að koma með eitt íslenskt lokalag:

    Jón var kræfur karl og hraustur með Þursunum af plötunni Nútíminn. Ég hækka alltaf í botn þegar kemur að því lagi þegar ég hlusta á þá plötu, sem annars er ekki beint blöstuð 🙂

    Persónulegt uppáhald er svo One of Us Cannot be Wrong af Songs of Leonard Cohen. En það bara sérviska í mér.

  5. Ok, ég er alveg ósammála með Sara og Sad Eyed Lady. Gæti líka verið vegna þess að ég held að ég fíli Blonde on Blonde betur en Desire en það sé á hinn veginn hjá þér, Ágúst.

    Annars keypti ég Songs of L. Cohen fyrir einhverjum mánuðum eftir þín meðmæli en gafst uppá þriðju hlustun. Ætla að gefa henni annan sjens af því að við erum svo innilega sammála um ástandið í Ísrael 🙂

    Og sammála með Indifference, sem og Still Life. Bæði æði. Ætli ég hafi ekki hlustað svona 200 sinnum á Dog Man Star þegar hún kom út.

  6. Þetta er engin keppni,

    Abbey Road síðasta plata Bítlana endar á The End og fer beint yfir í Her Majesty, besti endir á plötu sem til er. Ekki bara að þetta endar á fræbæru lagi (The End) og bítskiptar yfir í 20sek jingle eftir Paul McCartney.

    Þetta er ekki bara besta lokalagið heldur líka síðasta upptaka Bítlanna eins og við þekkjum þá.

  7. Einar, Ásgeir er að tala um lokalagið á ‘O’, sem er bara nefnt Eskimo en inniheldur “aukalögin” Prague og Silent Night. Saman mynda þessir þrír lagabútar ‘lokalag’ plötunnar ‘O’ … held allavega að það sé það sem hann er að tala um.

  8. Jamm, Kristján, ég áttaði mig á því. O, sem ég á, var reyndar sjóræningjaútgáfa. Ég var að fatta það, keypti reyndar B-Sides í búð. Allavegana á þessari sjóræningjaútgáfu þá er Eskimo bara eitthvað “live” lag og platan endar á því.

    Ég fór á netið í gær og náði mér í rétta útgáfu með Prague og Silent Night. Miklu betra 🙂

    Og auðvitað getur Abbey Road líka átt heima á þessum lista. Mér finnst bara Day in the Life svo miklu betra en The End, þrátt fyrir að The End sé frábær endir á lagasyrpunni á Abbey Road.

Comments are closed.